Big-Fan

Skrapp á Rosenberg í gærkvöldi með vinkonu minni. Sem er svo sem ekki í frásögur færandi, - ég fer þangað nokkuð oft. Og þetta byrjaði frekar hefðbundið: Þ.e.a.s. það var setið við öll borð og staðið upp við alla veggi þegar ég mætti á staðinn um það leyti sem tónleikarnir áttu að byrja. Svo ég hóf mína hefðbundnu leit að tveimur sætum við borð hjá einhverju elskulegu fólki. Svo vel vildi til að fremst fyrir miðju sat kona nokkur einsömul og var það auðsótt mál að við vinkonurnar fengjum að setjast hjá henni.

Vinkonan skrapp strax á barinn og þá hóf ég náttla hina hefðubundnu "há dú jú læk æsland" samræður, þar sem ég hafði uppgötvað að konan að konan væri af erlendu bergi brotin. Samtalið var með eftirfarandi hætti (biðst fyrirfram afsökunar á slakri enskri stafsetningu - nenni ekki að pæla í henni núna). 

Ég: Where do you come from?

Hún: Germany.

Ég: How long have you been here in Iceland?

Hún: I just came today and I´ll go back home tomorrow. 

Ég: What!?!?!?!?!?!?!

Hún: I just came for this consert here tonight.

Ég: You are joking arn´t you?

Hún: No.

Ég: Then you must have heard them (hljómsveitin Árstíðir) before.

Hún: Yes.

Ég: In Germany?

Hún: Yes and in other places. I just wanted to see them here.

Ég: In Iceland.

Hún: Here in this place, - I´ve heard so much about this place (Rosenberg). (Þarna láðist mér því miður að spyrja hana hvort hún hefði heyrt í þeim á öðrum stöðum á Íslandi, en geri fastlega ráð fyrir að svo hafi verið). 

Ég: You must be a great fan. 

Og ég hugsaði með sjálfri mér: How big fan can you be - og hversu mikla peninga áttu ef þér finnst sjálfsagt og eðlilegt að nota þá á þennan hátt, - þ.e. fara í dagsferðir út um víða veröld til að elta uppáhalds hljómsveitirar þínar. Mikið sem ég væri til í að láta slíkt og þvílíkt eftir mér - eftir að hafa lagt mitt að mörkum til styrktar góðum málefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Virkilega gaman að þessu Laufey. Ég hef nokkrum sinnum hitt útlendinga hjá Magga og Rönku í Neðsta, sem hafa komið hingað beinlínis til að borða á þessum sérstaka stað. Það er gaman þegar fólk hefur áhuga á að upplifa eitthvað áhugavert í okkar litla en fallega landi og svo hæfileikaríku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2014 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband