Flugeldasýning

kr-flugeldar_1.jpgÁ hverju gamlárskvöldi í fleiri hundruð og fimmtíu ár hef ég hugsað það sama: Af hverju höfum við það ekki þannig, að allir kveikja BARA í stjörnuljósum og handblysum (eða sleppa því) - og borgaryfirvöld sjá um flugeldasýningar á nokkrum stöðum í borginni á miðnætti (kaupa þær t.d. af björgunarsveitunum).

Þessi hugsun sló mig enn einn ganginn á hinni árlegu flugeldasýningu KR núna áðan. Hún var ofboðslega falleg eins og alltaf, - og maður bara stóð og horfði og naut og dáðist að.

Á gamlárskvöld eru hins vegar allt of margir að eyða óheyrilegum upphæðum í alls kyns ómerkilegt "fireverk", sem þeir kveikja í þannig að hávaða- og reykmengun fer gjörsamlega úr böndunum. Og ef maður tekur áhættuna á heyrnar- og öndunarfæraskemmdum (auk þess sem önnur og verri óhöpp geta alltaf hent, skeð og átt sér stað undir þessum kringumstæðum) - og finnur góðan útsýnisstað, þá má greina eitt og eitt fallegt ljós á himni í gegn um allan reykmökkinn.

kr-flugeldar_14_949332.jpgÉg geri ekki ráð fyrir að 12-14 ára strákar séu sammála mér. Þeir vilja flestir - andstætt við mig - hafa mikið af hávaða og reyk - og gefa ekki mikið fyrir ljósadýrð á himni. Og sumir (já já stelpur líka) vaxa aldrei upp úr því að vera 12-14 ára strákar á gamlárskvöld.

Samt finnst mér hugmyndin mín góð. Og þegar ég fæ góðar hugmyndir, þá finnst mér auðvitað að allir ættu að vera sammála um það sem mér finnst (svona svona - látið ekki eins og þið hafið ekki húmor fyrir svona yfirlýsingum).

Að lokum: Ástarþakkir KR-ingar fyrir þessa frábæru sýningu sem gladdi auga mitt og geð. Eins og sýningar fyrri ára hafa líka gert.

Lifið heil.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir innlitið Laufey mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 11:18

2 identicon

Takk fyrir síðast. Ég held að þessi "nokkrir" sem aldrei vaxa upp úr því að skjóta séu fleiri en þig grunar. Ef þú vilt hafa þetta svona, þ.e. almenningur horfir en tekur ekki þátt í hinum lífhættulegu flugeldasprengingum þá er bara að fara til nánast hvaða annars lands sem er á áramótunum. 

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband