4.2.2010 | 18:41
Tryggingar
Lennti í árekstri fyrir tæpu ári síðan. Hélt fyrst að ég hefði ekkert meitt mig, en svaf svo ekkert fyrir verkjum nóttina eftir. Fór á læknavaktina til skoðunar og skrásetningar. Læknirinn taldi (aðspurður) að sjúkranudd mundi mjög líklega linna þjáningar mínar og jafnvel lækna alveg - og það urðu sem betur fer orð að sönnu.
Þar sem ég var í 100% rétti, taldi ég mig eiga rétt að endurgreiðslu frá tryggingafélaginu á greiðslum mínum til sjúkranuddarans. Og þá hófst hundleiðinlegt (vægast sagt) ferli þar sem þeir sendu mig endalaust á milli Pílatusar og Heródesar: Vörður (tryggingafélagið) - Læknavaktinn - Heimilislæknirinn - Vörður - Sjúkrþjálfun Reykjavíkur - Vörður - Heimilislæknirinn - Vörður - Sjúkraþj. - Vörður - Heimilislæknirinn - Sjúkraþj. - Vörður.
Loksins þegar ég var komin með alla réttu pappírana frá réttum aðilum, að beiðni Varðar, - sest ég með feginsandvarpi í stólinn gengt manninum sem sér um þessa hluti, fullviss um að málið sé loks í höfn - og nú muni ég fá umbun erfiðis míns.
"Tryggingarnar borga ekki sjúkranudd, bara sjúkraþjálfun" segir þessi almennilegi maður þá.
Ég vissi ekki strax hvort ég ætti að hlæja eða gráta. "Þú ert að grínast er það ekki"?
Nei hann var ekki að grínast, en tilkynnti mér umsvifalaust að það væri ekki hann sem setti þessar reglur.
Þá fékk ég málið: Mér er alveg sama hver setur þessar reglur. Það er skyldutrygging á bílum, svo maður fái bætt það tjón sem aðrir í umferðinni valda manni. Ég veit að daglega borgið þið fólki margar milljónir og fleiri hundruð og fimmtíu þúsund, - þ.e. fólki sem kann á kerfið og leitar sér lækninga hjá RÉTTUM aðilum, þó þeir séu oft á tíðum miklu dýrari. Ég varð fyrir þessum skaða, sem læknir ráðlagði ákveðna meðferð við. Meðferð sem virkaði og kostaði litlar 31.200 krónur. Ég fer ekki fram á meira.
Maðurinn lét eins og hann hefði samúð mér - og kvaðst skilu gera hvað hann gæti til að koma málinu í gegn. En lét mig þó vita að svona mál hefðu farið fyrir dóm og ekki unnist.
Til hvers í /&%/$%&#$%6&/((/%&# er maður að borga tryggingar?
Ég bara spyr.
Athugasemdir
Miðað við þetta þá ert þú væntanlega að borga tryggingar til að fólk sem þú keyrir á fái ekki bætt það tjón.
En að öllu gamni slepptu þá gefur maður ekki túkall með gati fyrir svona afgreiðslu. Þessi maður er auðvitað á launum við að segja nei. Nei frá tryggingagaur er eins og mjá frá ketti, bara spontant fyrsta svar! Þú ert ekki einu sinni kúnninn hans, svo honum er skítsama. Heldurðu að hann komi til með að benda þér á það ef þú átt séns á að ná þessu fram? Ég held ekki.
Kíktu á heimasíðuna þeirra, þar vísa þeir á Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum ef ágreiningsmál koma upp. Þeir tala meira að segja um að það sé í verkahring þeirra (en ekki þín) að afla nauðsynlegra læknisvottorða ef þú ert búin að tilkynna um slys (sem þú áttir reyndar að gera um leið og slysið varð).
Láttu ekki bjúrókratana komast upp með að sigra þig á bjúrókratíunni einni saman! Ef hann segir að þetta eigi bara við um sjúkraþjálfun en ekki sjúkranudd, láttu hann þá sýna þér það svart á hvítu. Fáðu á prenti hvaða tryggingaskilmála, reglugerðir eða lög hann þykist styðjast við. Láttu hann sjálfan svitna aðeins við að redda pappírum!
Berglind (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 22:09
Takk Berglind.
Að sjálfsögðu tilkynnti ég samdægurs um áreksturinn (mætti á staðinn), - og þá var það meira að segja starfsmaður hjá þeim sem bennti mér á að líkamsskaði kæmi ekki alltaf strax í ljós.
En gott að vita að (smá gremja eftir á) að þeir áttu sjálfir að redda öllum þessum pappírum. - Og að þetta er ekki vonlaust mál við fyrsta nei (eða mjá).
Laufey B Waage, 5.2.2010 kl. 09:40
Eins og þú segir Laufey mín þá er það einmitt vandinn, einungis þeir sem kunna á kerfið geta vonast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ég verð reið að lesa svona óréttlæti.
Annars innilega takk fyrir yndislegt kvöld um daginn. Ég er ennþá glöð inn í mér við að hugsa um ykkur stelpurnar og kvöldið okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.