16.6.2010 | 13:11
Áunninn aumingjaskapur eða þroski?
Fyrir 16 árum síðan gerði einkasonurinn það sem flestir unglingar hóta, en fæstir standa við. Flutti að heiman um leið og hann varð 16 ára. Ég grét auðvitað úr mér augun, - en þó var þetta auðvitað mér sjálfri að kenna. Ég hafði valið Ísfirðing til undaneldis, fæddi drenginn á Ísafirði, en reif hann svo upp með rótum þegar hann var 4ra ára og flutti með hann (og systur hans auðvitað) til Reykjavíkur. Síðan hefur hann séð ofsjónum yfir öllu því sem ísfirskt er og vill hvergi annars staðar vera.
Hann gleður þó mitt gamla hjarta og skreppur af og til suður. Aldrei þó á afmælisdaginn sinn. En ég læt það ekki stoppa mig og held alltaf upp á daginn að honum fjarstöddum. Fyrir tveimur árum fór svo Múhamed til fjallsins, þ.e. ég til Ísafjarðar, þegar drengurinn varð þrítugur.
Í fyrradag átti hann afmæli og ég byrjaði daginn að sjálfsögðu á að hringja í hann og syngja afmælissönginn. Komst að því að hann var staddur ásamt konu sinni og barni í sumarbústað í Flókalundi. Eftir símtalið tók ég nett sjálfsvorkunnarkast: Ég hefði viljað vita þetta fyrr, það væri gaman að vera þarna hjá þeim núna.
OG? Hvað gerir maður í því? Liggur vælandi heima og nagar sig síðan í handarkrikana? Nei takk, ég nenni ekki að sjá eftir því sem ég geri EKKI. Ég er í sumarfríi og mér er ekkert að landbúnaði. Þetta er 100 kílómetrum styttra en til Ísafjarðar. Dríf mig bara. NÚNA.
Hringdi í frumburðinn og bað um ferðafélaga (yndislegan 11 ára ömmudreng) og fékk staðfestingu á kílómetrafjöldanum. "Já en mamma, síðustu 125 kílómetrarnir eru VONDIR vegir og krókóttir", sagði hún. Bætti svo við setningu sem skilningarvit mín settu óvart á hold (meira um það síðar). Hvað eru vondir vegir milli vina, hugsaði ég og dreif mig af stað.
Þegar dóttirin talaði um vonda vegi sá ég fyrir mér holótta malarvegi, kannski stundum með djúpum hjólförum. Rétt fyrir vestan Bjarkalund komst ég að raun um að hún meinti annað. Þetta voru ekki bara malarvegir, heldur fjallvegir (sem ég hafði - ótrúlegt en satt - ekki hugsað út í), með óteljandi U-beygjum með himinháu þverhnípi báðu megin - og á nokkrum stöðum var snarbrött brekka strax á undan og/eða eftir U-beygjunni.
Ég held ég hafi aldrei áður orðið jafn ofboðslega hrædd.
Tvisvar sinnum stoppaði ég og var alvarlega að hugsa um að snúa við. En ég þorði heldur ekki til baka. Vildi bara kalla á þyrlu til að sækja okkur.
Herti upp hugann og sagði við sjálfa mig að daglega færu einhverjir bílar þarna um, meira að segja í vetrarfærð, en aldrei heyrði maður af stórslysum. Svo ég hélt áfram, oft í fyrsta eða öðrum gír.
Þegar við áttum stutt eftir, var ég orðin staðráðin í að keyra bara áfram vestur á Ísafjörð daginn eftir, inn Djúpið og þaðan heim. En þá poppaði upp í hugann setningin sem frumburðurinn hafði bætt við: Það er ekki að ástæðulausu sem Breiðafjarðarferjan Baldur siglir þangað.
Þvílíkur léttir!! "Við siglum til baka!!" sagði ég við ömmudrenginn, sem tók undir gleðiópin.
Svo fór ég að hugsa um hvers vegna í ósköpunum ég varð svona ofboðslega hrædd. Á yngir árum lenti ég oft í alls kyns lífsháska og var aldrei svona hrædd. Ég bjó t.d. í 9 ár með fífldjörfum ofurhuga og tók þátt í ýmsu með honum án þess að óttast nokkurn hlut. Síðan var ég sjálfstæð ofurkona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Gat allt og gerði allt. Án þess að hika.
- Hvað gerðist? Er það aldurinn? Eða aukaverkun 12 sporanna? Eða það að á seinustu árum er ég farin að hafa það svo gott að ég hef komið mér upp áunnum aumingjaskap?
Skiptir ekki máli hvað veldur, - ég er staðráðin í að leggja það aldrei aftur á mig að ferðast þennan veg.
Það var gott að koma í Flókalund og þar áttum við frábæran sólarhring með syninum, konu hans og barni.
Þegar við vorum komin á bryggjuna á Brjánslæk (ca 6 km vestan við Flókalund) og ég sá alla bílana sem komu út úr ferjunni, varð mér hugsað til þess að ég sá aldrei neina bíla á þessum hryllingsvegum. Var alltaf að hrósa happi yfir að mæta ekki bíl á verstu stöðunum, en það var heldur enginn að fara í sömu átt. Auðvitað ekki.
Ég var svo mikið að drífa mig af stað, að ég gleymdi að taka með mér myndavél. Ætlaði þess í stað að setja inn myndir af nýlegum stórviðburði; þegar heimasætan útskrifaðist (dúxaði) úr MR. En myndkerfið er eitthvað að stríða mér núna, svo þið skoðið þær myndir bara á Facebook.
Lifið heil.
Hann gleður þó mitt gamla hjarta og skreppur af og til suður. Aldrei þó á afmælisdaginn sinn. En ég læt það ekki stoppa mig og held alltaf upp á daginn að honum fjarstöddum. Fyrir tveimur árum fór svo Múhamed til fjallsins, þ.e. ég til Ísafjarðar, þegar drengurinn varð þrítugur.
Í fyrradag átti hann afmæli og ég byrjaði daginn að sjálfsögðu á að hringja í hann og syngja afmælissönginn. Komst að því að hann var staddur ásamt konu sinni og barni í sumarbústað í Flókalundi. Eftir símtalið tók ég nett sjálfsvorkunnarkast: Ég hefði viljað vita þetta fyrr, það væri gaman að vera þarna hjá þeim núna.
OG? Hvað gerir maður í því? Liggur vælandi heima og nagar sig síðan í handarkrikana? Nei takk, ég nenni ekki að sjá eftir því sem ég geri EKKI. Ég er í sumarfríi og mér er ekkert að landbúnaði. Þetta er 100 kílómetrum styttra en til Ísafjarðar. Dríf mig bara. NÚNA.
Hringdi í frumburðinn og bað um ferðafélaga (yndislegan 11 ára ömmudreng) og fékk staðfestingu á kílómetrafjöldanum. "Já en mamma, síðustu 125 kílómetrarnir eru VONDIR vegir og krókóttir", sagði hún. Bætti svo við setningu sem skilningarvit mín settu óvart á hold (meira um það síðar). Hvað eru vondir vegir milli vina, hugsaði ég og dreif mig af stað.
Þegar dóttirin talaði um vonda vegi sá ég fyrir mér holótta malarvegi, kannski stundum með djúpum hjólförum. Rétt fyrir vestan Bjarkalund komst ég að raun um að hún meinti annað. Þetta voru ekki bara malarvegir, heldur fjallvegir (sem ég hafði - ótrúlegt en satt - ekki hugsað út í), með óteljandi U-beygjum með himinháu þverhnípi báðu megin - og á nokkrum stöðum var snarbrött brekka strax á undan og/eða eftir U-beygjunni.
Ég held ég hafi aldrei áður orðið jafn ofboðslega hrædd.
Tvisvar sinnum stoppaði ég og var alvarlega að hugsa um að snúa við. En ég þorði heldur ekki til baka. Vildi bara kalla á þyrlu til að sækja okkur.
Herti upp hugann og sagði við sjálfa mig að daglega færu einhverjir bílar þarna um, meira að segja í vetrarfærð, en aldrei heyrði maður af stórslysum. Svo ég hélt áfram, oft í fyrsta eða öðrum gír.
Þegar við áttum stutt eftir, var ég orðin staðráðin í að keyra bara áfram vestur á Ísafjörð daginn eftir, inn Djúpið og þaðan heim. En þá poppaði upp í hugann setningin sem frumburðurinn hafði bætt við: Það er ekki að ástæðulausu sem Breiðafjarðarferjan Baldur siglir þangað.
Þvílíkur léttir!! "Við siglum til baka!!" sagði ég við ömmudrenginn, sem tók undir gleðiópin.
Svo fór ég að hugsa um hvers vegna í ósköpunum ég varð svona ofboðslega hrædd. Á yngir árum lenti ég oft í alls kyns lífsháska og var aldrei svona hrædd. Ég bjó t.d. í 9 ár með fífldjörfum ofurhuga og tók þátt í ýmsu með honum án þess að óttast nokkurn hlut. Síðan var ég sjálfstæð ofurkona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Gat allt og gerði allt. Án þess að hika.
- Hvað gerðist? Er það aldurinn? Eða aukaverkun 12 sporanna? Eða það að á seinustu árum er ég farin að hafa það svo gott að ég hef komið mér upp áunnum aumingjaskap?
Skiptir ekki máli hvað veldur, - ég er staðráðin í að leggja það aldrei aftur á mig að ferðast þennan veg.
Það var gott að koma í Flókalund og þar áttum við frábæran sólarhring með syninum, konu hans og barni.
Þegar við vorum komin á bryggjuna á Brjánslæk (ca 6 km vestan við Flókalund) og ég sá alla bílana sem komu út úr ferjunni, varð mér hugsað til þess að ég sá aldrei neina bíla á þessum hryllingsvegum. Var alltaf að hrósa happi yfir að mæta ekki bíl á verstu stöðunum, en það var heldur enginn að fara í sömu átt. Auðvitað ekki.
Ég var svo mikið að drífa mig af stað, að ég gleymdi að taka með mér myndavél. Ætlaði þess í stað að setja inn myndir af nýlegum stórviðburði; þegar heimasætan útskrifaðist (dúxaði) úr MR. En myndkerfið er eitthvað að stríða mér núna, svo þið skoðið þær myndir bara á Facebook.
Lifið heil.
Athugasemdir
Já, mamma mín. Stundum veit eggið alveg hvað það er að segja við hænuna. En hugsaðu þér bara hvað ég treysti þér vel, að hleypa frumburðinum mínum með í þessa glæfraför! Það er vegna þess að ég veit að ef eitthvað toppar móðursýkina í mér, þá er það óðursýkin í þér ;-)
P.s. Ég sá ekki, í upptalningunni yfir hugsanlegar ástæður fyrir óðursýkiskastinu, það sem mér finnst liggja í augum uppi: Það er bara EÐLILEGT að vera skíthræddur við stórhættulega vegi! Og biðjum nú fyrir bættum samgöngum á suðurfjörðunum.
Frumburðurinn (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:07
Takk Berglind mín. Auðvitað er ekkert annað en eðlilegt að vera skíthræddur við það sem er stórhættulegt. Aldrei færi ég þessa leið með óhræddum bílstjóra, það er á hreinu.
Á leiðinni átti ég erfitt með að trúa að þú vissir í raun hvernig aðstæðurnar væru - og hefðir samt sent barnið með mér. Ég fann fyrir yfirþyrmandi trausti og ábyrgð.
Það rifjaðist upp fyrir mér eftir þessi ósköp að pabbi og mamma keyrðu vestfjarðahringinn fyrir 36 árum með heimasmíðaðan tjaldvagn aftan í. Pabbi var greinilega ennþá betri bílstjóri en ég.
Laufey B Waage, 29.6.2010 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.