Braids - Að láta drauma rætast

braids_1.jpg

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á hárgreiðslumenningu þeldökkra kvenna (hef að öðru leyti öngvan áhuga á hárgreiðslu). Hvar sem ég sé þeldökkar konur, stari ég með aðdáun á hárið á þeim sem alltaf er "dönn". Og það með margvíslegum hætti. Allt öðrum hætti en hár hvítra kvenna, - enda er hárið þeirra allt annarar gerðar.

Einhvern tíman heyrði ég um bíómynd um konu (þeldökka) sem hafði misst nýfædda dóttur sína í fóstur, en var svo nokkrum árum seinna að berjast fyrir að fá hana aftur. Í miðjum réttarhöldum spyr hún fósturmömmuna (hvíta); og hvað gerirðu við hárið á henni? Sú hvíta var að sjálfsögðu ekki með hagstætt svar á reiðum höndum. Ef einhver ykkar veit hvað þessi bíómynd heitir, látið mig endilega vita, svo ég geti séð hana.

braids_2.jpgÍ brúðkaupsferðinni í París fyrir 8 árum, fórum við hjónin til Sacre Cure. Frá lestarstöðinni að kirkjunni sáum við nær eingöngu þeldökkt fólk. Og það var hárgreiðslustofa í öðru hverju húsi. Ég var algjörlega óviðbúin, en sá seinna eftir að hafa ekki farið inn á eina stofu og beðið þær að gera hvað sem þær helst vildu við hárið á mér. 

Um leið og til stóð að fara til New York, ákvað ég að fara á hárgreiðslustofu í Harlem og biðja dökkar konur um Afró-fléttur (braids) nema þær hefðu betri hugmynd.

Samkvæmt ráðleggingum aðspurðra á götunni á Manhattan fór ég úr við ákveðna götu og leit í kring um mig eftir líklegri konu. "You want braids?" spurði hún alveg hissa og benti mér að koma með sér. Á leiðinni á stofuna sagðist hún hafa gengið í franskan skóla í Togo, hvaðan hún kom fyrir 11 árum. Aðstaðan á stofunni var e-ð sem enginn hefði látið bjóða sér á Íslandi, en konurnar þarna höfðu örugglega ekki hugmyndaflug í allt það pjatt sem við erum vanar. 

braids_5.jpgÞarna unnu milli 10 og 20 konur og annar eins fjöldi sat í stólunum hjá þeim. Ég var eina hvíta konan á staðnum. Einhvern tíman í miðjum klíðum fór ég að hugsa um að kannski færi þetta mér illa. En mér var alveg sama. - Það er svo góð tilfinning að láta drauma sína rætast. Og upplifunin; að sitja þarna í 3 og 1/2 klukkustund og fá þessa menningu beint í æð, - það var stórkostlegra en orð fá lýst.

Hárgreiðslukonurnar voru allar tiltölulega nýkomnar frá Afríku og töluðu saman á einhvers konar afrískri frönsku. Þær voru flestar klæddar í sítt pils og kjól yfir úr sama efni og túrban úr sama efni. Skrautlegur, fallegur sér-afrískur klæðnaður. Þeim virtist vera mikið í mun að það væri ekki litið á þær sem annars- eða þriðja flokks fólk (sbr. t.d. yfirlýsinguna um franska skólann). - Sem þær að sjálfsögðu eru ekki.

Þetta var klárlega toppurinn á annars frábærri ferð til New York.

Ef ég á einhvern tíman eftir að fara aftur til New York, þá verður þessi leikur klárlega endurtekinn.

lw_hja_togo_s.jpg

- Nú ef ekki, - þá á ég líklega eftir að fara aftur til Parísar. Og kem þá pottþétt til með að prófa hárgreiðslustofu í ákveðnu hverfi þar á bæ.

Ef þið viljir sjá fleiri myndir úr umræddri ferð, þá eru þær á facebook.

Missið ekki af næsta pistli, - hann verður um Woody Allen tónleikana.

Lifið heil. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá flott ertu með þessa Braidsgreiðslu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband