29.6.2007 | 21:28
Flutningar og útskrift.
Eitt af því sem til tíðinda hefur borið í þessum mánuði, er að Berglind mín flutti búferlum með sína 4-5 manna fjölskyldu. Þau fengu nýju íbúðina afhenta 15.júní, fluttu 15.júní og skiluðu gömlu íbúðinni 15.júní (sama ár). Sumir halda að þetta sé ekki hægt, en það vill til að Berglind erfði skipulagssnilldina frá móður sinni (mátti ekki minna vera, fyrst ég sveik hana um krullurnar), þannig að þetta gekk ótrúlega vel upp.
Ekki nóg með það: Daginn eftir útskrifaðist hún sem ljósmóðir og lét sig ekki muna um að halda þessa líka fínu útskriftarveislu í nýja húsinu. Dóttir mín Súperkonan.
Eins og sést hikaði hún ekki við að keyra sendibílinn sjálf, eins og hún hafði nefnt í nýlegu sjónvarpsviðtali sem hugsanlegan atvinnumöguleika.
Fleiri myndir af flutningum og útskrift má sjá á: flickr.com/photos/laufeywaage (ég læri bráðum að búa til link).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.