Ammali.

PallapönsurÍ gær skein sólin á svalirnar hjá mér, eins og hún er svo dugleg við um þessar mundir þessi elska. Ég lá þar eins og slytti þangað til Sara kom í kaffi og þröngvaði mér loksins inn í bloggheimana. Það tók auðvitað smá tíma að kenna þeirri gömlu að feta sig fyrstu skrefin.

Degi var því verulega tekið að halla, þegar ég loksins fór úr "skautbúningnum", skellti mér í aðeins siðsamlegri spjarir og hjólaði upp í Hlíðar með afmælispakka handa Páli tengdasyni. Ég elska ammali, og læt sko ekki hafa þau af mér. Ef afmælisbarnið sjálft heldur ekki upp á það, þá geri ég það bara sjálf, með einum eða öðrum hætti. Ég held til dæmis alltaf upp á afmæli sonar míns, þó hann hafi ekki sjálfur verið viðstaddur þau uppáhöld í ein 14 ár.

En í gær var ég svo heppin, að sólin var líka hátt á lofti í Skaftahlíðinni,  svo afmæliskaffið var bara rétt að byrja þegar ég mætti klukkan langt gengin í 7. Og Berglind nýtekin við pönnukökubakstrinum af Páli sjálfum. Þau bökuðu ekta Pallapönsur, sem eru þykkari en venjulegar ömmupönsur, en þynnri en þær amerísku. Með sýrópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ég geti næstum því fullyrt að ég hafi haldið með þér upp á öll þessi fjórtán afmæli bróður míns. Orðin mjög heilög hefð, enda erum við mæðgurnar aðeins meira fyrir hefðirnar en við þorum að segja upphátt :-) 

Berglind (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband