30.6.2007 | 20:41
Af jómfrú og gæsum.
Alla laugardaga yfir sumartímann fer ég á jazzinn á Jómfrúnni, ef ég er í bænum og ef ekkert ennþá skemmtilegra er að gerast hjá mér. Dagurinn í dag var enginn undantekning. Jóel og félagar voru góðir, og rauðsprettan klikkaði ekki frekar en vanalega.
Þegar ég svo hjólaði heim aftur, var Austurvöllurinn orðinn fullur af gæsum og steggjum. Þegar ég svo hjólaði aftur þar fram hjá klukkan að halla í 7, voru gæsir og steggir farnir að flæða út yfir varnargarða Austurvallar. Það var greinilega verið að steggja og gæsa stóran hluta þess stóra hóps sem valdi 07.07.07 sem brúðkaupsdag.
En sorry - ég bara hafði ekki geð í mér til að smella mynd af þeim. Mér bara finnst í allt of mörgum tilfellum þessi ósiður ganga út yfir allan þjófabálk. Ég hef heyrt af tveimur konum sem hættu við að giftast sínum tilvonandi út af steggjarugli. Í öðru tilfellinu var tilvonandi brúðgumi sendur frá Reykjavík til Akureyrar, það sem súludansmey í pappakassa beið hans uppi á hótelherbergi.
Tæpum tveimur dögum fyrir brúðkaup sonar míns, sendu vinirnir hann - í nafni steggjunar - inn í boxhring, þar sem fílefldur boxkennari barði úr honum jaxl og braut nokkur rifbein. Það vill til að sá brúðgumi er hetja, sem lét ekki sjá á sér kvalasvip, þegar hann stóð aftur og aftur upp fyrir hátt í 200 brúðkaupsgestum í kirkjunni.
Athugasemdir
Þarna er ég sammála þér, frú Waage.
Ég hef andstyggð á þessum kjánalátum sem fylgja þessu gæsasteggjarugli. Ég sagði nú við vinkonur mínar fyrir mitt brúðkaup að það eina sem þær fengju að gera væri að dekra við mig fyrir stóra daginn, vildu þær á annað borð endilega gera eitthvað eftirminnilegt. Ég tæki sko ekki þátt í öðru.
En rauðspretta á Jómfrúnni..... mmmm... I´m already there....
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.7.2007 kl. 21:37
Já þetta er ótrúlega hallærislegt allt saman, ég man eftir leikritinu á Akureyri og laginu um steggjapartýið, þar sem allt víxlaðist. Ætli það sé bara ekki frekar algengara en hitt ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.