Klukk.

Sara vinkona mín Vilbergsdóttir var að klukka mig.
Þetta er víst leikur sem gengur út á það að ég á að lýsa sjálfri mér í 8 liðum - og klukka síðan átta moggabloggvini mína, sem eiga þá að gera slíkt hið sama.
Vandræði mín felast í því að ég á bara 3 moggabloggvini - og það er búið að klukka þá alla.
Því legg ég til. að allir þeir sem lesa þetta, taki klukkið til sín, svo bara gjöriði svo vel elskurnar, - fyrstu 8.
Hins vegar er ég ekki í nokkrum vandræðum með að lýsa mér í 8 liðum.
Ég er t.d:
1) Íðilfögur,
2) Óhemjuskemmtileg,
3) Bráðgreind,
4) Vinnuþjarkur,
5) Listfeng með afbrigðum,
6) Hvers manns hugljúfi,
7) Meistarakokkur,
8) Sérdeilis smekkvís.
Það er verst að 8 atriði duga enganvegin til að lýsa jafnvel kostum búinni konu og mér. Ef fleiri atriði væru í boði gæti ég til dæmis tínt til, að ég er afspyrnu hógvær og lítillát, eins og sjá má á ofangreindri upptalningu.
Ætti líklega að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, til að auka sjálfsálitið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega "laufeysk" bloggsíða!!! Áfram svona! 

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband