Stórvirkar vinnuvélar.

DvergasteinsframkvæmdirBak við húsið mitt er leikskóli. Rétt áður en ég ætla að vakna á morgnana, rumska ég við mærrið í hliðinu, þegar þau mæta í skólann sinn þessar elskur. Svo berast lífsmörkin þeirra inn um gluggan minn, með tilheyrandi desibilum, meira eða minna allan daginn. Bara yndislegt. Yndislegur hluti af mannlífinu. Líka þegar gleðilætin og önnur læti yfirgnæfa minn eigin píanóleik.

Ég verð samt að viðurkenna, að það var mér nokkurt tilhlökkunarefni, að vita til þess, að þau færu í frí um leið og ég yrði í fríi heima hjá mér. Þá kæmi upp staðan sem kom upp á sama tíma og í fyrra, að morgunn eftir morgunn vaknaði ég klukkan rúmlega 10, alveg undrandi á því að A-manneskjan ég gæti sofið svona lengi.

Nema hvað. Fyrsta sameiginlega frímorguninn okkar, vakna ég í bítið, við hljóð í stórvirkum vinnuvélum og gott betur. Ægileg grjóthljóð - eins og verið væri að brjóta niður stærðar steinhús - kepptust við að yfirgnæfa hljóðin í vinnuvélunum, með góðum árangri. Og þannig hefur það verið nokkra morgna. 

Í gærmorgunn mætti ég með myndavélina á staðinn, til að vita hvað væri eiginlega um að vera - hvort jafna ætti hverfið við jörðu og mitt hús með. En ég fékk ekkert tækifæri til brussuláta og almennilegrar afskiptasemi, því vinnumaðurinn sem var fyrir svörum var svo yfirmáta elskulegur og almennilegur, og leiddi mig í allan sannleikann um framkvæmdirnar: Þeir væru bara að breyta landslagsarkitektúrnum örlítið, þ.e. færa til grjóthleðsluna.

vegabréfÍ miðri síðustu setningu varð ég fyrir nettu áfalli. Síminn hringdi, og mér datt í hug að það væri vinkona mín, sem var búin að boða komu sína stundvíslega þá. Nei nei, það var stúlkubarnið mitt sem hringdi frá Leifstöð, hvaðan hún er að leggja af stað til Tenerife ásamt vinnuveitenda sínum og hennar fjölskyldu. 

"Mamma ég gleymdi VEGABRÉFINU mínu" sagði hún hálfhlæjandi. Hjartað í mér stoppaði eitt sekúntubrot. Ég kem meðða sagði ég og rauk af stað. Mér hefur greinilega gengið of vel að slaka á naflastrengnum, því þetta er í fyrsta sinn sem ég spyr ekki; ertu örugglega með vegabréfið, greiðslukortið, hlaðinn símann og bókunarnúmerið? Alveg eins og pabbi minn spurði alltaf í gamla daga; ertu örugglega með vegabréfið, gjaldeyri og farseðil? Það eina sem breytist ekki, er að vegabréfið er alltaf það bráðnauðsynlegasta.

Um leið og ég var komin í 4.gír, hringdi ég í vinkonu mína og tilkynnti seinkunn af þessum ástæðum, en um þegar ég lagði á, hringdi stúlkubarnið og sagði að vinkona hennar og væri að leggja af stað útá Leifstöð. "Þau bíða útá gangstétt, geturðu snúið við til þeirra"? Ég snéri á punktinum og þau tóku vegabréfi. Eru semsagt á Reykjanesbrautinni núna - og ég ætla að reyna að slaka á þrýstingnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laufey mín, það er nauðsynlegt að passa þrýstinginn!!!!

Varðandi naflastrenginn, hafðu engar áhyggjur af því ég er ennþá með mína stráka á brjósti, þannig er það bara. Sigga er sú eina sem er hætt.......

Láttu þér líða vel mín kæra og ég er alveg að fara að koma.

Þórunn frænka þín.

Þórunn Jóhannsdótir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband