23.8.2007 | 10:33
Berjadagar.
Á mánudaginn fórum við hjónin í smá sýnishorn af berjamó. Við berjuðum rúma 4 lítra af bláberjum (orðalagið ættað frá Boggu 1.tengdamömmu), sem fóru beint í frystinn, hvaðan þau fara svo í minn daglega morgunnsjeik.
Innan um bláberin rákumst við á nokkra stilka af þessum rauðu berjum sem sjást á myndinni. Ef þið þekkið þau, látið mig endilega vita hvað þau heita. Það má líka giska. Kannski veiti ég verðlaun, þeim sem giskar rétt.
Það var byrjað að dimma á þriðjudagskvöldið, þegar við hjónin héldum í huggulegheitar-kvöldheimsókn í Skaftahlíðina. Húsfreyjan var á hnjánum í kjallaranum, rétt að enda við að súperskrúbba gólfin á stúdeóíbúðinni. Þá hringir síminn. "Ég hefði þurft meiri fyrirvara" tautaði frumburðurinn minn í vel hömdu panikkasti, þegar hún kom úr símanum. Stjúpsonur hennar átti semsagt að fara vestur í bítið - og hún var búin að ákveða að senda hann með fullan bala af nýtíndum rifsberjum til móður sinnar sultudrottningarinnar.
"Allir út að tína" sagði ég, og við æddum út í rigninguna; húsfreyjan, drengirnir og við gestirnir. Rigningin jókst verulega (eins og hún hafi nú ekki verið næg fyrir) og það dimmdi mjög hratt meðan við hömuðumst eins og naut í flagi. Það var komið svartamyrkur þegar við bárum næstum fullan balann inn í bílskúr - og ekki þurr þráður á neinu okkar. Ljósrauði nýji kjóllinn minn allur út í svarbrúnum rákum eftir greinarnar (kominn úr þvotti núna - sem nýr). Eins gott að sultudrottningin geri sér gott úr hráefninu.
Lifið heil.
Athugasemdir
Mér sýnist nú þetta vera hrútaber.
Hljómar eins og þið skemmtuð ykkur vel, ég vildi óska að ég kæmist í tínslu þetta árið. :)
Ásta Gunnlaugsdóttir, 23.8.2007 kl. 11:57
Ég er sammála síðasta, þetta eru hrútaber.
kveðja
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 14:38
Þetta eru hrútaber.
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 15:45
Úbbs, var of fljót á mér! Já, ég er sko einmitt að sía berin frá hratinu. Vona að úr verði prýðishlaup....og saft!
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 15:47
Sæl frænka,
Stundum ertu svo lík henni Sigriði frænku þinni, mömmu minni!!! "allir út að tína".
Ekkert væl, málunum er reddað. Líst vel á þig.
Kveðjur í bæinn- Þórunn frænka þín.
Þórunn (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:31
Jamm þetta eru örugglega hrútaber.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.