Berjadagar.

BláberÁ mánudaginn fórum við hjónin í smá sýnishorn af berjamó. Við berjuðum rúma 4 lítra af bláberjum (orðalagið ættað frá Boggu 1.tengdamömmu), sem fóru beint í frystinn, hvaðan þau fara svo í minn daglega morgunnsjeik.

Innan um bláberin rákumst við á nokkra stilka af þessum rauðu berjum sem sjást á myndinni. Ef þið þekkið þau, látið mig endilega vita hvað þau heita. Það má líka giska. Kannski veiti ég verðlaun, þeim sem giskar rétt.

Það var byrjað að dimma á þriðjudagskvöldið, þegar við hjónin héldum í huggulegheitar-kvöldheimsókn í Skaftahlíðina. Húsfreyjan var á hnjánum í kjallaranum, rétt að enda við að súperskrúbba gólfin á stúdeóíbúðinni. Þá hringir síminn. "Ég hefði þurft meiri fyrirvara" tautaði frumburðurinn minn í vel hömdu panikkasti, þegar hún kom úr símanum. Stjúpsonur hennar átti semsagt að fara vestur í bítið - og hún var búin að ákveða að senda hann með fullan bala af nýtíndum rifsberjum til móður sinnar sultudrottningarinnar.

"Allir út að tína" sagði ég, og við æddum út í rigninguna; húsfreyjan, drengirnir og við gestirnir. Rigningin jókst verulega (eins og hún hafi nú ekki verið næg fyrir) og það dimmdi mjög hratt meðan við hömuðumst eins og naut í flagi. Það var komið svartamyrkur þegar við bárum næstum fullan balann inn í bílskúr - og ekki þurr þráður á neinu okkar. Ljósrauði nýji kjóllinn minn allur út í svarbrúnum rákum eftir greinarnar (kominn úr þvotti núna - sem nýr). Eins gott að sultudrottningin geri sér gott úr hráefninu.

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Mér sýnist nú þetta vera hrútaber.

Hljómar eins og þið skemmtuð ykkur vel, ég vildi óska að ég kæmist í tínslu þetta árið. :)

Ásta Gunnlaugsdóttir, 23.8.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég er sammála síðasta, þetta eru hrútaber.

kveðja 

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þetta eru hrútaber.

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 15:45

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úbbs, var of fljót á mér! Já, ég er sko einmitt að sía berin frá hratinu. Vona að úr verði prýðishlaup....og saft!

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 15:47

5 identicon

Sæl frænka,

Stundum ertu svo lík henni Sigriði frænku þinni, mömmu minni!!! "allir út að tína".

Ekkert væl, málunum er reddað. Líst vel á þig.

Kveðjur í bæinn- Þórunn frænka þín.

Þórunn (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta eru örugglega hrútaber.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband