Riff.

RegnboginnÉg var næstum því ennþá södd eftir Græna ljósið (síðasta kvikmyndahátíð), þegar kvikmyndahátíðin Riff skall á. Svo södd að mér tókst hvorki að sjá Veðramót né Astrópíu í millitíðinni. Ég ætla rétt að vona að þær verði báðar ennþá í bíó þegar ég læt sjatna eftir riffið. Ég er búin að sjá 6 myndir á 5 dögum. Þær eru hver annari betri. Í gærkvöldi sáum við yndislega ljúfa og fallega mynd um skelfilegt efni (danska mynd um sifjaspell). Danir eru snillingar í kvikmyndagerð, eins og svo mörgu öðru. Í fyrrakvöld sáum við mynd sem gerist á hóteli á tékkneskum fjallstindi. Jú, jú, ég man líka lengra aftur, - en ætla ekki að fara að æra óstöðugan með því að telja upp allar myndirnar og lýsa þeim. Bara rétt að láta ykkur vita að ég er stödd í miðri veislu - og hún er unaðsleg. 

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá en gaman hjá þér.  Kvikmyndahátíðin teygir anga sína hingað líka.  Og annað kvöld fer ég svo á frumsýningu á heimildamynd um Óbeislaða fegurð.  Ég hlakka mikið til .

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband