Gröftur.

grafið á mótiVá hvað mér brá þegar ég kom heim úr leikfimi í gærmorgunn og sá að stórvirkar vinnuvélar voru mættar á flötina á móti og farnar að grafa allt í sundur. Ég fór strax að ímynda mér eitthvað óskilgreint slæmt, en vissi ekkert hvað ég átti að halda. Maður er bara orðinn svo hræddur eftir allar þessar hótanir. Fyrst var talað um umtalsverða hækkun varnargarðsins - og svo þessar skelfilegu landfyllingarhugmyndir. En mikið létti mér þegar ég las um að Seltjarnarneskaupstaður (eða bær) ætlar að koma sér upp þráðlausu netsambandi fyrir allan bæinn. Ég ætla rétt að vona að eitthvað álíka saklaust sé í gangi á flötinni á móti (sérstaklega ef ég fengi nú að njóta góðs af þessu netsambandif). Ennþá betra væri auðvitað ef þeir væru að leggja breiðband fyrir mitt hverfi. Alla vega vona ég að ég fái að halda mínum sjó og mínu útsýni. 

Ef þið viljið lesa "skemmtisögu" af mér, smellið þá á nafnið hennar Söru minnar hér til hliðar og lesið um óvenjulegt matarboð.  

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff já ekki skemmtilegt að sjá svona uppgrafelsi.  En gott mál ef þeir eru að auðvelda þér nettenginguna Laufey mín.  Ég ætla ekki seinna en núna að heimsækja hana Söru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband