3.11.2007 | 18:58
Jarðarfarir.
Ég hef verið við óvenju margar jarðarfarir undanfarið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið - og ég vona að það eigi við núna. Í dag var ég við þriðju jarðarförina þetta haustið - og vona að nú verði hlé á. Sú átakanlegasta var í september, en þá missti rúmlega fertug vinkona mín manninn sinn með sviplegum hætti (hann var jafngamall mér). Í október missti besta vinkona mín tengdaföður sinn. Og í dag var ég við jarðarför ömmu Sibbu, eins og stórfjölskyldan kallaði hana. Sibba þessi var tengdamamma móðursystur minnar, en það var alltaf (og er) mikill og góður samgangur á milli heimila mömmu minnar og þessarar systur hennar, hvar amma Sibba dvaldi löngum og góðum stundum.
Guð blessi minningu þeirra allra og styrki þá sem þeirra sakna.
Mynd þessa tók ég hins vegar í sumar af leiði ömmu minnar og afa, hann dó fyrir 20 árum, en hún fyrir 40 árum (aðeins 53ja ára gömul).
Lifið heil.
Athugasemdir
Já það er sárt að missa Laufey mín. Þó innst inni vitum við samt að við munum hitta ættingja okkar þegar við förum sjálf yfir móðuna miklu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.