Jólalögin.

jólapíanóbækurEf ég er góður píanókennari, þá er ein af ástæðunum klárlega sú, að mér finnst þetta svo ferlega skemmtilegt. Mér finnst nemendurnir æðislegir, kennslan sjálf frábært starf og svo er til svo ofboðslega mikið af skemmtilegri tónlist, sem alltaf má spila ennþá betur og á ennþá skemmtilegti hátt. Og skemmtilegast af öllu er svo það, að oft er ég sjálf svo hrikalega skemmtileg í kennslunni, að það hálfa væri nóg. 

Ég veit að þetta skiptir öllu máli. Ég hef auðvitað líka verið hinu megin við borðið. Ég man t.d. eftir einum kennara, sem kenndi mér formfræði (í píanókennaradeild). Bara nafnið á faginu er strax leiðinlegt. Auk þess sem hann braut ýmis grundvallarprinsip fyrirmyndarkennarans. En honum þótti þetta sjálfum svo ofboðslega skemmtilegt, að hann gat ekki annað en verið smitandi eins og mislingar. Svo er hann líka bráðflinkur og skemmtilegur að eðlisfari. Þess vegna voru tímarnir hjá honum alveg ótrúlega skemmtilegir og öll náðum við mjög góðum árangri.

Og nú er komið að því allra skemmtilegasta í mínu starfi. Ég er svo ótrúlega heppin, að ég hreint og beint elska jólalögin. Ár eftir ár kenni ég að mestu leyti sömu lögin (skipti af vísu alltaf einhverjum út, enda af nógu að taka - ég kemst aldrei yfir nógu mörg), oft í nýjum útsetningum (útset oftast eitthvað líka sjálf), en samt að hluta til sömu unaðslegu jólalögin ár eftir ár. Og ég hreinlega tryllist af kæti í hvert sinn er ég hefst handa. Hingað til hef ég ekki byrjað fyrr en ca 10.-15.nóv, en í þetta sinn gat ég ekki hamið mig. Byrjaði að undirbúa meðan enn var október, og byrjaði að kenna þau í síðustu viku. Jessss - æ lov it!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já nú er það að byrja he he

Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Örugglega rosalega skemmtilegt, ég nýt þess líka að heyra krakkana spila jólalögin á jólatónleikum.  Það er eitthvað svo einstakt við að hlusta á þau spila þessa fallegu sálma og lög sem tilheyra jólunum.  Já þú ert heppinn elsku Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband