Bollastell.

bollastell 1Tengdamóðir mín (afmælisbarn gærdagsins) keypti sér bollastell í fyrra. Sem væri ekki í frásögur færandi, nema vegna þess, að það var lýðum ljóst alvega frá því áður en stellið var keypt, að það yrði varðveitt inni í lokuðum glerskáp, þar sem enginn fengi að snerta það, hvað þá drekka úr því. Auk þess sem tengdamóðir mín drekkur ekki kaffi.

Mín fyrstu viðbrögð voru heilög vandlæting. Hvurslags er þetta eiginlega, til hvers er bollastell, ef ekki til að bera fram kaffi og meððí? En þessi vandlæting mín kom að sjálfsögðu til af því að ein af mínum lífsnautnum felst í því að drekka gott kaffi úr fallegum bollum. Ég þarf að vera virkilega illa haldin af koffínleysishöfuðverk, ef ég á að geta komið niður sopa af kaffi úr til dæmis vatnsglasi eða plastíláti.

bollstell 2En mín heilaga vandlæting stóð bara í eitt lítið augnablik. Svo fór ég að hugsa: Auðvitað - falleg bollastell eru svo sannarlega augnayndi - og mörg hver algjört listaverk. Ég hefði ekki hneykslast, ef tengdamóðir mín hefði keypt sér málverk eða skúlptúr, sem bara mætti horfa á en ekki snerta. Og víst er að bollastell þetta er virkilegt augnayndi - og fallegra en margt málverkið að mínu mati. Svo er það auðvitað ekki mitt mat sem máli skiptir, heldur fagurfræðilegt auga eigandans.

Ég verð þó að viðurkenna, að mér finnst það svo fallegt, að ég er fegin að hún skuli varðveita það svona vel. Þá er jafnvel hugsanlegt að það erfist inn á mitt heimili þegar þar að kemur. Ég bið ykkur að segja ekki nokkrum manni frá þeim hugsunum mínum. Og ennþá síður má það fréttast, að ef svo verður, - þá skal svo sannarlega úr því drukkið - gott kaffi. Og alls kyns gúmmolaðiskökur á diskum. 

Að lokum nýjustu fréttir af listalífi konunnar:

HH hershöfðingiÍ gærkvöldi sáum við hjónin 2 leiksýningar. Fórum loksins á hina stórkostlegu sýningu: Leg, í þjóðleikhúsinu (auka-auka-sýning). En á undan henni fórum við á framúrskarandi vel heppnað bekkjarkvöld hjá ömmudrengnum, hvar hann m.a. lék hershöfðingja af mikilli snilld. Ég var síður en svo fyrir vonbrigðum með Leg, - sem ég hafði lengi hlakkað til að sjá, en - bifíf mí or nott, - ég hefði ennþá síður viljað missa af fyrri leiksýningunni. 

Í kvöld förum við svo í kalkúnaveislu hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, annað kvöld í hið árlega áramótapartý Péturs hins háóða, og á sunnudaginn í hið árlega aðventuboð Báru "barnapíu".

Njótið helgarinnar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar finnur maður sannari leikkleði en einmitt hjá börnunum.  Svo það er von.  Ég er alveg sammála þér með bollasstellið, þetta er listaaverk algjört, og ég skal ekki orða þetta við tengdó

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 13:14

2 identicon

já ég kannast alveg við það að það þýðir ekkert að bjóða þér að drekka kaffi úr öðru en góðum bolla. Til lukku með ömmustrákinn alltaf flottur Skemmtu þér vel um helgina alltaf nóg að gera hjá minni . Knús á þig þar tli næst

Mallý systir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:37

3 identicon

Þetta bollastell er ægifagurt, en augljóslega frekar óhentugt til notkunar. Ég hef prufað svona áður og bollarnir eru þynnri og brothættari en fjöruskeljar og aðeins þriggja ára börn geta komið putta í gegnum eyrun á þeim (eru handföng á bollum ekki annars kölluð eyru?).

Rosalega er þetta samt fallegt sett. Ég ætla rétt að vona að Dóra Hlín sjái ekki þessar myndir. Hún á eftir að heimta að við kaupum svona nákvæmlega eins.

Bjarki einkasonur (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:35

4 identicon

Gleðilegan fullveldisdag

Búin að sjá stellið. Nú veistu hvernig bollastell má setja í glerskápinn (sem Bjarki er alfarið á móti að eignast).

Að menningarviðburðum...er hægt að bjóða þér og kannski mömmu þinni líka á jólatónleika með Guðný Birnu þann 20.desember. Ég ákvað að fara ekki vestur fyrr en 21.des til að geta einu sinni mætt í eigin persónu á tónleikana hennar Guðnýjar. Það væri mér mikil ánægja ef fyrrum staðgenglar mínir kæmust líka.

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 17:25

5 Smámynd: Laufey B Waage

Takk fyrir kommentin. Já og gleðilega hátíð. Nú er reyndar komið fram yfir miðnætti - og við hjónin vorum að koma úr áramótapartíi Péturs, með flugeldum og alles.

Dóra ég skil Bjarka vel, ég mundi aldrei kaupa svona glerskáp.  

Laufey B Waage, 2.12.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband