Nýársviktin.

JólaviktinSíðastliðin allt of mörg ár hef ég þyngst um 5-6 kíló frá nóvember og fram í janúar. Ástæðan var að sjálfsögðu sú; að á þeim tíma er offramboð á neysluvörum þeim er viðhalda fíkn minni. Og ég var gjörsamlega hömlulaus í neyslunni.

Þetta þykja kannski ekki stór tíðindi, þar sem ansi margar íslenskar konur, - og slatti af körlum líka - hafa svipaða sögu að segja. 

Hitt er öllu merkilegra, að þetta árið brá ég heldur betur út af vananum. Nú í janúarbyrjum er ég tveimur og hálfu kílói léttari en í byrjun nóvember síðastliðnum. Nei ég var ekki veik, fékk ekki einu sinni gubbupestina sem sumir fengu. Ég er bara orðin óvirkur sætindafíkill.

Maðurinn minn átti afmæli í fyrradag. Á afmælisdaginn hans í fyrra sá ég á viktinni þá hæstu tölu sem ég hef nokkru sinni séð. Talan í fyrradag var tæpum tug lægri Smile Halo.

Nú skal ég hætta, áður en ykkur fer að ofbjóða (ha - er það of seint?). Ég gerði nokkrar tilraunir til að blogga í gær og í fyrradag undir fyrirsögninni: Mont, mont, mont. Þá datt netsambandið alltaf út. Almættinu hefur væntanlega þótt það aðeins yfir strikið. Um leið og ég breytti fyrirsögninni, hrökk netsambandið í gang.

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Vigtin mín er ekki alveg jafn vinveitt mér en mér er nú samt að takast að losa mig úr viðjum konfektátsins. Gerði í morgun ofurfæðuna "guðlegt súkkulaði" sem ku verulega megrandi og afar hollt. Uppskriftina fékk ég í einni jólagjöfinni.

1 bolli kakó, 1 bolli fljótandi kókosfeiti og hálfur bolli agave sýróp. Hrært saman og sett í molaform og kælt. Ógeðslega gott. Solla á Grænum segir að þetta sé MEGRANDI!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Laufey B Waage

Ylfa; þessari "himnesku" uppskrift úðaði ég í mig yfir hátíðarnar. Endurbætti hana reyndar með muldum hnetum, möndlum, döðlum og fíkjum. - Ennþá betra.

Laufey B Waage, 10.1.2008 kl. 11:44

3 identicon

Innilega hamingjuóskir með bóndann og auðvitað vigtina líka.

Mér þykir líklegt að ég sé um 10 kg þyngri í ár en í fyrra . . . en það er nú bara fyndið. Verð í sambandi um helgina, held ég ætli að skella mér suður í næstu viku.

 Bestu kveðjur

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:08

4 identicon

Sæl og blessuð frænka mín og gleðilegt ár.

Mikið samgleðst ég þér innilega, þú ert hetja!!! Og veistu það að það er allt í lagi að monta sig, ef maður er að monta sig af sannleikanum. Og ég veit að þú ert að gera það. Allir kátir og sprækir á þessu heimili. Í kvöld ætla mínir menn að storma í vesturbæinn og spila körfubolta við KR. Þetta er mikilvægur leikur og vona ég svo sannarlega að mínir menn sýni KR-ingum hvernig á að spila körfubolta.( Er svolítið smeik og stressuð, en segi þér þetta í algjörum trúnaði!!!) Við sjáum hvað setur ÁFRAM GRINDAVÍK, KOMA SVO !!!!!!!!!!!!!! Ég get því miður ekki mætt vegna þess að ég fer í skólann á fimmtudagskvöldum, en ég legg mitt af mörkum með því að skaffa 3rjá menn(Staula, Stubba og Strák) í liðið og 5imm galvaska áhorfendur (Óla,Stelpu,Gulla, Sögu og Kötlu). Svo gef ég drengjunum kjarngott salat um 5-leytið.
Hittumst vonandi fljótlegamín kæra

Þórunn frænka þín.

Þórunn Jóhannsdótir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Laufey B Waage

Dóra mín, það var nú ekki að marka "berklaviktina" í fyrra. Bara til bóta að þú hefur bætt á þig síðan þá. Hlakka til að fá þig suður .

Þórunn, þú lætur mig vita næst þegar þú ferð á KR-Grindavík-leik. Þá förum við saman og öskrum okkur hásar .

Laufey B Waage, 10.1.2008 kl. 15:35

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jó-Jó kona hérna megin skjásins. Ég fékk magapestina tvisvar í desember!! Vissi að vísu ekki fyrr an á reyndi að hægt væri að fá hana tvisvar og í annað skiptið var ég svo veik að ég var eiginlega bara tilbúin að missa meðvitund! Uppskar mig léttari í janúar en fannst þetta full mikill fórnarkostnaður! Nú er það bara ræktin ... sleppa sætindum/hvítuhveiti-og grjónum/blablabla.... og að gefast ekki upp!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband