Hroki og umburðarleysi.

snjórHvað mætti eiginlega halda um andlegt ástand mitt? Í síðasta pistli var ég að rifna úr monti - og í þessari viku er það hrokinn og umburðarleysið sem ræður ríkjum (eða ríður rækjum, eins og útvarpsmaðurinn sagði). Það mætti halda að ég væri að vinna 4.sporið. Eða kannski er verið að benda mér á að ég þurfi að vinna 4.sporið aftur núna, fyrst þessir brestir eru að poppa upp.

Þessa dagana fyllist ég vestfirskum hroka í hvert sinn sem ég sest upp í Yarisinn og keyri um götur bæjarins, eða fer út úr bænum. Það settist nefnilega örlítill snjór á götur suðvesturhornsins - og samstundis heyrðist væl og vein frá fólki sem sá ofsjónum yfir því að þurfa að moka bílinn út úr skafli (lesist; sópa smá snjó af og frá bílnum).

Gott og vel. Ef fólk nennir ekki að moka bílinn út - og eiga það á hættu að hann festist í næstu beygju, þá bara ferðast fólk gangandi. Einn veturinn (fyrir 18-20 árum) var virkilega mikill snjór í Reykjavík - og þá bara hafði ég minn Hædatsú Karate (Daihatsu Charade) óhreyfðan í innkeyrslunni í 2-3 vikur - og gekk í vinnuna daglega. Ég þurfti reyndar dáldið að taka á honum stóra mínum - og forðast meðvirknina - þegar ég labbaði fram hjá öllum bílunum sem voru fastir, án þess að hjálpa til og ýta. 

Og þá er ég loksins komin að ástæðu míns vestfirska hroka. Stór hluti þeirra ökumanna sem er úti í umferðinni kann ekki að keyra í snjó!! Ekki einu sinni í þessari smá föl. En gerir það samt. Minn litli Yaris er ekki bara smábíll, heldur er eini gallinn við hann sá, að hann er eins og hálfviti í snjó. Samt er ég af og til að fara út í skafla, til að taka fram úr stórum jeppum, sem eru stopp á svo-gott-sem-auðri akgrein (Guð má vita hvers vegna).  Og af ótta við þessa skelfilegu skafla sem eru í köntunum, láta menn svo eins og 3ja akgreina gata sé orðin 2ja akgreina - og 2ja akgreina gata sé orðin að einni. Sem þýðir það að maður er í sífelldri hættu á að þeir nuddist utan í hliðina á manni. 

Nú er tuðið í mér orðið þvílíkt að mér er sjálfri farið að ofbjóða. Þá er best að hætta. Vek bara athygli á því að ég er auðvitað að kalla á hörð viðbrögð. Ætlast auðvitað til að Vestfirðingarnir geri athugasemd við að þessi tegung hroka sé kennd við þá (málið er auðvitað það, að fyrstu 9 árin mín með bílpróf bjó ég á Ísafirði og keyrði ýmsar gerðir af lánsbílum - og komst því ekki hjá því að læra að keyra í snjó). Svo ætlast ég auðvitað til að fólk á suðvesturhorninu mótmæli því hástöfum að þeir kunni ekki að keyra í snjó. Ég bara skora á ykkur.

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Híhí... þetta finnst mér gaman.

Mér þykir nefnilega gaman að keyra í snjó. Horfa á alla fáv... sem sitja fastir í "sköflunum" og þá sem fyrir aftan sitja og hreyfa ekki litla fingur til að aðstoða þann sem teppir umferð. 

Nú vill svo til að það er ekki mikil áskorun fyrir mig að komast um á þeim bíl sem ég er yfirleitt á. Þannig að stuðið er aðeins farið úr þessu. Hins vegar átti ég Hamsturinn góða sem ég held fram að hafi "komist ALLT" og rúntaði á honum víða til að ergja slyddujepplingana. Það þótti mér sérstaklega gaman.

Bottom line, ég er sammála, höfuðborgarbúar kunna ekki að keyra í snjó, komast ekki með tærnar þar sem við vestfirðingarnir höfum hælana.

Og blessuð sé minning Hamstursins góða. Hans er sárt saknað. 

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 18.1.2008 kl. 11:25

2 identicon

Elsku Laufey mín, hvar er æðruleysið mín kæra.

Auðvitað moka þeir sem vilja keyra í þessati færð sig út, og eins og við hér í Grindavíkinni við mokum okkur út úr húsunum. Hér hefur aldrei annar eins snjór sést, og það er bara gaman. Ég hef sloppið við að moka því að hér búa þrír hraustir karlmenn og svo hef ég líka legið í pest. Og þeir eru búnir að moka út báða bílana, gera gangveg út úr húsi að bílum bílskúr og ruslatunnu þetta er bara svona. Ég er hins vegar ekki mikið fyrir að keyra í svona færð og geng því bara sjálfir mér til ánægju og yndisauka.

Verum glaðar og sprækar og sjálfum okkur til fyrirmyndar og sóma, þó að það snjói aðeins í Reykjavíkinni. (mér fannst aldrei snjóa neitt að ráði í Álftamýrinni)

Eigðu góða helgi frænka mín

Þórunn frænka þín.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Laufey B Waage

Jesss Þórdís, - sannur vestfirskur hrokagikkur. Frábært. Enda eru þetta bara aumingjar og fíbbbl sem eru að þvælast fyrir okkur í fölinni. Nema náttla þeir sem eru viljandi að "leika sér og prófa bílinn", eins og Ísfirðingurinn í Skaftahlíðinni á annan í jólum.

Sara mín, það er alveg óhætt að heimsækja mig núna, ég fékk góða útrás á þessu tuðbloggi. En þú hefðir nú átt að fara fyrr af snjóþotunni og yfir á alvöru bíla, - á meðan þú bjóst ennþá á Ísafirði. Þá værirðu í liði með okkur Þórdísi.   

Já Þórunn mín, það er munur að eiga fullt hús af keppnisíþróttamönnum, sem sinna karlmannsverkunum. Og gott að þú nýtur gönguferðanna. Njóttu helgarinnar í grindvíska snjónum. 

Laufey B Waage, 18.1.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég er frá Dalvík og það snjóar ekki víða jafn mikið og þar. Enda man fólk komið af tvítugsaldri líklega eftir fréttum frá mönnum sem hölluðu´sér að ljóskúpli ljósastauranna, slíkir voru skaflarnir! Ég þjáðist því af norðlenskum hroka þegar ég flutti til Reykjavíkur en vandi mig svo af honum þar sem ég áttaði mig fljótlega á því að sunnlendingar geta lítið gert að því þó þeir kunni ekki að aka í snjó. Ekki frekar en landsbyggðafólk á erfitt á stundum með að læra frumskógarlögmálin í umferðinni í Reykjavík.  Hér er hvítt og fallegt og "föl" á jörðu í dag. Sólin var rétt í þessu að gægjast inn um gluggann í fyrsta sinn á þessu ári! Nú baka ég pönnsur!

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.1.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hroki hmmmmm trúi því ekki að hann sé einhversstaðar nálægt þér Lubba mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hí, hí, er fjarri íslenskri traffík - en "den tid den sorg." Takk fyrir athugasemdir á minni síðu - fattaði ekki að lokaðist svona fljótt á athugasemdir og get vonandi stillt þetta betur. Kveðja frá Ítalíu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.1.2008 kl. 21:37

7 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Tek undir þetta allt saman með þér.  Maðurinn minn (sem er frá Hornafirði, þar sem aldrei sést snjór) setur helst upp eyrnatappa á leið í vinnu þá morgna sem eitthvað hvítt hefur sest á göturnar.  En við búum nú líka í efri byggðum ...

Sigríður Jósefsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband