Fimbulfrost á dekurhelgi.

LW í kraftgalla með grímu"Þú verður að pakka niður ullargammósíum, ullarbol, húfu, vetlingum og andlitsgrímunni", sagði eiginmaðurinn fyrir helgi, þegar til stóð að við yrðum í Vatnaskógi um helgina. "Ég verð að geta farið með þig út að ganga, og frostið á að vera í tveggja stafa tölu", bætti hann við. Takið eftir, hann sagði ekki "með þér", heldur "með þig", - eins og hvern annan hund. "Þá pakka ég bara niður góðri bók" sagði ég. En auðvitað fór ég í kraftgallanum, með fullan bakpoka af flís- og ullarflíkum.

Vanalega tökum við rúmföt með okkur, en í þetta sinn sagði eiginmaðurinn að það væri algjör óþarfi, við gætum bara notað það sem til væri á staðnum. Ég vissi svosem að það væri rétt, en hitt þótti mér dularfyllra, að hann vildi ekki að ég keypti mat til að fara með uppeftir. "Ég er búinn að redda því" sagði hann. Gott og vel, best að leyfa honum að sjá um það til tilbreytingar, - hugsaði ég og byrjaði strax að búa mig undir að taka því vel, ef hann hefði verslað "vitlaust".

Mér fannst líka dáldið skrýtið, hvað honum fannst áríðandi að ég hefði með mér föt í fínni kantinum. Ég vissi ekki betur en við yrðum bara tvö í skóginum, ásamt staðarhaldara og nokkrum hagamúsum. En mér var það svosem að meinalausu að kippa með mér tveimur millifínum dressum.

HG armb.2.2 En þegar við eigum bara tæpan kílómetra eftir að skóginum, beygir minn að hótel Glym. Búinn að bóka gistingu með mat og alles fyrir okkur alla helgina. Honum tókst heldur betur að koma mér yndislega á óvart.

Eftir unaðslegan kvöldverð fórum við í pottinn og horfðum á norðurljósin og stjörnurnar. Ekkert smá flott - og rómantískt. En frostið var svo mikið, að við þorðum ekki annað en að hafa á okkur húfur.

Á laugardeginum voru svo flís- og ullarflíkurnar teknar í gagnið, og gengið yfir í Vatnaskóg. Frostið var 14-16 stig. En minn fílhrausti eiginmaður lét það ekki stoppa sig, heldur stóð við það sem hann hafði lofað mér, - að leyfa mér að mynda sig meðan hann gerði armbeygjur í snjónum, á nærbuxunum svo gott sem einum fata. "Þetta var ekki alveg eins kalt og ég hélt", sagði hann þegar við komum inn. "Ég hefði getað sleppt húfunni.

LW í potti með húfuSvo var það auðvitað aftur heitur pottur og unaðslegur kvöldverður. Á sunnudeginum lét hann mig hins vegar eina um pottferðina, en tók mynd af mér í staðin.

Segiði svo að við kunnum ekki að njóta lífsins. - Og það í fimbulfrosti.

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Dísus hvað það varð kalt, ég fór í hesthúsið á föstudagskvöldið og þá stóð -18° á mælinum. Það verður ekki einu sinni svona kalt fyrir westan!

En svona á að njóta kuldans, á kafi í heitu vatni með stjörnum og norðurljósum.  Það er fátt sem toppar það.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:10

2 identicon

Þið eruð æðisleg !

Mig hefur lengi langað til að prufa Glym en einhvernvegin kemur maður sér aldrei að því, það er svo stutt yfir hæðina til Paradísar sko .

Kveðja Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla Laufey mín, svona eiga ævintýri að vera.  Og hraustur er hann maðurinn þinn og flottur.  Þið eruð æði, mikið rétt.  Takk fyrir þessa færslu, ég fékk eiginlega kökk í hálsin við lesturinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 12:06

4 identicon

Þið eruið alveg yndisleg.  Við erum eins og þú veist með heitan pott á pallinum og ætluðum að fara í hann í gærkvöldi . en flúðum inn það var svo kaltÞað er annað en þið hetjurnar.Sjáumst í pottunum hjá okkur í sumarKnús á þig og þína.

Mallý (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábært að fá svona surprise!  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband