10.2.2008 | 11:48
Litir.
Mér er eiginlega farið að ofbjóða hvað síðustu bloggfærslur mínar hafa verið fullar af frostgráum myndum. Kannski ekki að furða, miðað við veðráttuna síðustu vikurnar.
En nú er sko tækifæri til að bæta úr því. Sara vinkona mín opnaði myndlistarsýningu í gær - og hún er nú ekki þekkt fyrir að mála neina grámyglu.
Á sýningunni eru bæði litrík málverk og pappamassafígúrur. Ferlega skemmtileg sýning.
Svo ef þið eruð - eða verðið á næstunni - stödd á höfuðborgarsvæðinu og viljið bæta litum í lífið svona í köldum og gráum þorranum, þá mæli ég hiklaust með því að þið kíkið inn í hliðarsalinn á Gallerí Fold við Rauðarárstíg (rétt fyrir ofan Hlemm).
Og þó þið séuð ekki í sömu litaþörfinni og ég, heldur viljið bara njóta góðrar listar, þá er þarna upplagt tækifæri.
Jeremías - ég er bara farin að hljóma eins og einhver auglýsing. Það var ekki meiningin. En samt - ég mæli hiklaust með þessari sýningu.
Læt þetta duga að sinni. Nema hvað - ef þið viljið sjá fleiri litskrúðugar myndir, þá tók ég slatta af yngstu nemendunum mínum, sem allir mættu í búningum á öskudaginn - og póstaði á flickr.com/photos/laufeywaage
Lifið heil.
Athugasemdir
Lífið er alltaf fallegra í lit, samt er svart hvítt svolítið sjarmi.
Sara er flott myndlistarkona
Knús til þín og þinna.
Mallý (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:07
Dóttir mín söng um litina þegar hún var í Skólakór Garðabæjar: "Líf, líf án lita ekkert líf..." Þetta virðist hin glæsilegasta sýning!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.2.2008 kl. 14:35
Ooooooo mig langar svooooooooo
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.2.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.