3.5.2008 | 17:32
Auðmýkt.
Áfram með hugtakaskilninginn. Hugtakið auðmýkt er annað orð sem ég held mikið upp á - og vil hefja til vegs og virðingar. Því miður rugla margir saman auðmýkt og niðurlægingu. Sem er auðvitað alrangt. Auðmýkt þýðir einfaldlega það að verða auðveldlega mjúkur (nei Bjarki, þetta er ekki orðhengilsháttur). Mjúkur gagnvart viðfangsefnum, mönnum og málefnum. Að taka á því öllu saman með kærleiksríkum og auðmjúkum sveigjanleika, í stað þess að vera stífur, stirður og þver, - og halda sínu fram, með þrjósku og þvermóðsku að vopni. Auðmýkt hefur nákvæmlega ekkert með niðurlægingu að gera.
Vona að þið afsakið myndaleysið. Heimasætan fór með tölvuna mína út á Þjóbó að læra fyrir próf - svo ég er að slá inn á tölvu eiginmannsins (nenni ekki að setja myndirnar mínar þangað inn).
Njótið helgarinnar.
Athugasemdir
Góð pæling, þetta orð hefur svo oft verið notað sem niðurlæging. Auðmýkt, sama og vera búið að berja einhvern til hlýðni, auðmjúkir fyrir kúgaranum ... og svoleiðis. Ef maður horfir á orðið sjálft þá þýðir það þetta sem þú segir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:57
Ég les þetta í auðmýkt
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.5.2008 kl. 23:25
Auðmýkt getur verið dásamleg tilfinning, og mikið rétt hefur ákkúrat ekkert með niðurlægingu að gera.
Bestu kveðjur Þórunn frænka þín.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:28
Kæri bloggari.
Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá Prik dagsins
Kveðja Júl Júl. P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt
Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 13:05
Takk elskurnar.
Jóna ég er viss um að ég hefði gaman af að ræða við son þinn. Minn eigin sonur er líka mjög skemmtilegur í orðhengilsrökræðunni, eins og sjá má í athugasemdum hans við sérvisku-pistilinn minn.
Laufey B Waage, 6.5.2008 kl. 00:08
Frábær færsla. Takk og meira af svona!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.