20.5.2008 | 10:25
Sætt.
Áfram með hugtakaskilninginn. Og nú skulum við tala um eitthvað sætt. Nei, ekki bara einhverja ógeðsleðju eins og sykurpúðana hér á myndinni. Heldur eitthvað yndislega sætt samkvæmt mínum skilningi.
Ég ávarpa marga manneskjuna oft með orðunum "hæ sæta". Og þá er ég ekki endilega að meina að viðkomandi sé snoppufríðari en gengur og gerist . Heldur miklu frekar að manneskjan sé hlaðin krúttlegum (sem er líka mjög jákvætt hugtak í mínum huga) karakter og innri fegurð sem skín út frá henni. Og veki með mér notalega vellíðan. Ég held að danir noti hugtakið söd á þennan hátt. Að vísu eru þeir sem ég ávarpa á fyrrnefndan hátt oft á tíðum algjör bjútí - og mega alveg taka ávarpið til sín á þann hátt.
Talandi um dani, þá hreinlega verð ég að setja inn mynd sem ég tók af þessum sæta danska kalli, sem hafði sett bleikan lit í skeggið sitt.
Það er margt sem mér finnst ferlega sætt, hrikalega sætt, eða bara sætt - og þetta eru mjög jákvæðar lýsingar í mínum huga - og úr mínum munni.
En ég veit að það eru ekki allir sammála mér. T.d. segir vinkona mín myndlistarmaðurinn, að ég geti varla móðgað myndlistarmenn meira, en með því að segja að myndirnar þeirra séu sætar.
En það verður bara að vera þeirra vandamál. Ég er vaxin upp úr því að nenna að hlífa fólki við mér og mínu orðalagi. Ef mér finnst eitthvað sætt, þá segi ég SÆTT.
Og hananú.
Athugasemdir
Oh, þú ert svo sæt - í öllum þínum skilningi orðsins!
Aðalheiður (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:27
Þú ert sæt ..
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:23
Þessi karl er algjör dúllurass.
Veit nákvæmlega hvað þú ert að meina.
Kveðjur inn í þennan fallega dag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 09:04
Hæ sæta .. já, ég nota þetta líka. Yfirleitt tengjum við það sem er sætt við gott, jafnvel þó við séum búin að gera okkur grein fyrir óhollustunni á hvíta sykrinum og gervisætunni dag! Að vísu er djúsinn sem er 100% náttúrulegur og ég blanda hér á morgnana dísætur OG góður, svo þegar ég er að tala um að eitthvað sé sætt verður það að vera náttúrulega sætt.. (úfff þetta er nú meira ruglið í mér).
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 10:50
Takk stelpur, þið eruð æði.... - slega sætar..
Laufey B Waage, 21.5.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.