23.5.2008 | 10:33
Siðfræði.
Eftir hádegisverðarspjall við góðan vin (uppáhaldsprestinn minn) í gær, fór ég að hugsa: Við gerum allt of mikið af því að finna og tileinka okkur reglur og prinsip, sem við getum farið eftir í einu og öllu. Við eigum ekki að gera það. Við eigum að taka afstöðu í hverju máli fyrir sig. Við getum kosið að taka ákvörðun, sem við töldum áður að væri röng, en er síðan best - eða kannski öllu heldur skást - í ákveðnu tilfelli. Þetta er langt í frá auðvelt. En ef maður vill vera Kristin siðferðisvera, eins og ég vil vera, þá á maður alltaf að taka afstöðu, sem felur í sér mestan kærleik - og minnstan skaða. - Líka þó maður hafi áður talið slíka afstöðu ranga. Réttast og best eru hugtök sem fara ekki alltaf saman.
Vinur minn var á leið í útför Guðfræðiprófessors, sem hann hafði haldið mikið upp á, - og var að segja mér lítillega frá honum. Ég ætla að standast þá freistingu að endursegja þær sögur hér. Hins vegar veit ég, að prófessor þessi skrifaði mikið um siðfræði - og ég hef fullan hug á að lesa eitthvað af þeim skrifum.
Góða helgi gott fólk. - Áfram Ísland.
Athugasemdir
Góða helgi sömuleiðis :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2008 kl. 11:07
Sammála þér Laufey mín, afstaða sem felur í sér mestan kærleik og minnstan skaða er alltaf best.
Eigðu góða helgi
Þórunn frænka þín
Þórunn Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:38
Sæl Laufey, já hann er lítill þessi heimur okkar á Íslandi og oft undarlegar tengingar. Eins og þú komst inn á í blogginu mínu er prófessorinn frændi minn en einnig kenndi hann mér siðfræði.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.5.2008 kl. 16:09
Takk fyrir góða áminningu um það sem skiptir máli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.