Sumarfrí.

gluggaþvotturWott!! Hvað er að gerast? Ekki nema hálfur sólarhringur frá síðustu færslu - og konan aftur komin af stað. Konan sem gefur sér yfirleitt ekki tíma til að blogga nema einu sinni til tvisvar í viku.

Já gott fólk, það sem er að gerast, er einfaldlega það, að í dag er merkisdagur. Fyrsti virki dagurinn í sumarfríi. Og nú á aldeilis að gera allt það sem ekki gefst tími til að öllu jöfnu. Og - belíf it or nott; - það skal byrjað á afþurrkun og öðrum húsmóðurstörfum sem eins og vanalega á þessum tíma hefur verið ýtt á undan sér. 

Í gegn um árin hef ég stundum pirrast á fólki sem sér ofsjónum yfir löngu og góðu sumarfríi okkar kennarana. Og ekki síður hef ég pirrast yfir þeim sem segja að desember og maí fari nú bara í tómt dúllerí og huggulegheit hjá okkur. Auðvitað eru til kennarar sem sleppa billega frá sínu starfi, en svo ég tali bara fyrir mig: Sem þríþættur tónlistarkennari (píanókennari, tónfræðahópkennari og undirleikari) er ég vanalega undir þvílíku vinnuálagi í desember og maí, (t.d. próf og tónleikar, með tilheyrandi undirbúningi og úrvinnslu, - allt auk venjulegrar kennslu), - að ég mundi missa vitið ef þessi góðu frí tækju upp á því að frestast (úps, var ég nokkuð með sama tuðið í upphafi jólafrís?). Samviskusamir kennarar eru víst ábyggilega vel að sínu sumar- og jólafríi komnir.

Og nú er vikan framundan vel plönuð af ýmsu sem ég hef frestað lengi. En ef það skildi nú bresta á með sólbaðsblíðu, þá leggst ég út á svalir, og frestunaráráttan fær að hafa sinn gang. Það er partur af planinu.

Gleðilegt sumar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu það bara gott og gaman í sumarfríinu elsku systir , þú ert vel að því komin knús á þig þar til næst

Mallý (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Soldið súrt hjá mér að vera að starfa í framhaldsskóla og fá samt bara fjögurra vikna sumarfrí.. útskriftin 12. júlí og skólasetning 14. ágúst .. og það þarf að vinna bæði fyrir og eftir, en fæ í staðinn að stökkva frá við og við, langa helgi eða tvær eða þrjár! .. Gangi þér vel í að pússa glerið svo og annað sem þarf pússningar við!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.6.2008 kl. 15:19

3 identicon

Sumarfrí kennara og starfsfólks í skólum er alls ekkert og langt, það ´bara að brosa til þess sem heldur því fram

Þú tekur þig vel út í gluggaþvottinum ert "Akbrautarleg" svei mér þá!!!!!!!

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Árný Albertsdóttir

Kæra Laufey!

Aldeilis eigið þið kennararnir nú skilið að fá góð frí. Gott hjá þér að ætla að njóta sólarinnar þegar hún vill skína á þig. Ég lærði það fyrir margt löngu að rykið fer ekkert frá okkur. Er það ekki líka besta vörnin fyrir húsgögnin.  Njótum bara lífsins meðan sólin skín og ráðumst á rykið þegar rignir.

Hefði gengið með þér í Hlíðina ef ég hefði ekki tekið upp á því að snúa á mér ökklann

Kveðja frá okkur úr neðra

Breiðholti

Árný Albertsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef aldrei séð ofsjónum yfir fríi hjá kennurum. 

Völlur á minni í pússeríinu.  Má ég fá yður lánaðar?

Kveðjur inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 10:23

6 identicon

Smá kvedja frá okkur hér í Salou. Hér er sól og blída og mikid prógram, thraeddir skemmtigardar og strendur. Bornin hin lukkulegustu, foreldrarnir líka fyrir utan dálítinn fótafúa (ekkert sem 10 tíma naetursvefn getur ekki lagad). Knús í Reykjavíkina

Berglind (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:58

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Njóttu frísins Laufey mín.

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.6.2008 kl. 23:41

8 Smámynd: Laufey B Waage

Bestu þakkir fyrir samstöðustuðning og hlýjar kveðjur. Þið eruð æði.

Laufey B Waage, 4.6.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband