7.6.2008 | 00:49
Gleði, gleði, salsagleði.
Veturinn "05-"06 gat ég þó losnað klukkan 5 einn dag í viku, akkúrat daginn sem Agnes hin æðislega kenndi salsa+afró í JSB, hvar ég er með árskort.
Þessir tímar voru svo brjálæðislega skemmtilegir, að ég fékk Agnesi til að mæta í fimmtugsafmælið mitt og kenna afmælisgestunum að dilla sér með þessum ofurskemmtilega hætti. Reyndar var veislan öll sú allra skemmtilegasta sem ég hef vitað - og ekki bara það, heldur afar (eða ömmur) egósentrísk. Ég lét gesti mína vita, að þeir væru komnir til þess að gera það sem mér þætti skemmtilegt.
En af hverju er ég að rifja þetta upp núna? Jú vegna þess að nú er ég komin í sumarfrí - og komst því í fyrsta salsatíma ársins núna síðdegis (ég meina föstudag, það er víst komið fram yfir miðnætti). Og hvílík gleði. Ég hreinlega trylltist af kæti um leið og tíminn hófst og dansaði af meiri ofsagleði en nokkru sinni fyrr (nema kannski í afmælinu mínu) - og er þá mikið sagt. Þetta var ein af þeim fjölmörgu stundum, þar sem mér finnst ég vera lánsamasta manneskja í heimi. Ja það er víst eins gott að viðhalda hreyfigetunni. Og á morgunn fer ég í fjallgöngu.
Ég á þennan afmælisdans á DVD. Spurning hvort það er hægt að birta hann hér á síðunni. Og þá líka níðvísurnar sem sonur minn elskulegur samdi og söng um aldraða móður sína.
En nú er líklega best að koma sér í svefninn og safna kröftum fyrir fjallgönguna.
Góða nótt gott fólk.
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 01:29
Váts - gaman í salsa og þú flott þarna fremst! Ég er alltaf á leiðinni í Tangó (með kallinn í bandi, næ honum ekki öðruvísi í það) .. Búin að kaupa dansskóna í Barcelóna.. (rímar).
Gangi þér vel í fjallgöngunni.
Takk fyrir hvatningu á minni síðu, verð stundum feimin við að segja mína meiningu en verð bara að bíta á jaxlinn og taka þeim sem verða reiðir, held nefnilega að ég hafi einstaka sinnum rétt fyrir mér.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 09:03
Það er með sanni gaman í þínum bekk!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.