Fyrirgefning og iðrun.

Minningartónleikar Árna SchevingJá já ég veit. Það er kominn mánudagur og ég ætlaði að koma með orðhengilspistil á sunnudag. Ég bara fór á svo stórkostlega tónleika í Súlnasalnum í gær, til minningar um Árna Scheving, sem hefði orðið sjötugur. Ég þorði ekki annað að mæta tæpum klukkutíma fyrir tónleika (klukkutíminn sem átti að fara í orðhengilspistilinn) til að fá gott sæti. Það tókst, en hefði annars ekki gert það, því salurinn var stappfullur og margir mættu snemma.

En að hugtakaskilningnum. Sem Kristin 12 spora kona, eru fyrirgefning og iðrun mér hugleikin. En stundum finnst mér þessi hugtök ofnotuð og léttvæg fundin. Þá er ég aðallega með tvennt í huga: Í fyrsta lagi segir fólk oft fyrirgefðu, í staðin fyrir afsakaðu. Ég meira að segja stóð sjálfa mig að því í gær, við kassann í 10-11 að kalla á eftir konu; fyrirgefðu ert þú nokkuð að gleyma þessum poka? Ég er samt að reyna að venja mig af þessu, því ég ber mikla virðingu fyrir þessu hugtaki og tek það alvarlega. Í öðru lagi er allt of algengt (og öllu verra) að fólk biðjist fyrirgefningar, svona eins og til að losna við ásakanir í sinn garð, en haldi síðan áfram fyrri iðju sinni eins og ekkert sé. Ég vona að ég falli aldrei í þá gryfju. 

Ég skilgreini fyrirgefninguna svona: Ef ég geri þér eitthvað og bið þig svo að fyrirgefa mér, þá er ekkert sjálfgefið að þú segir já. Ef þú hins vegar gerir það, þá ertu að afsala þér réttinum á að nudda mér upp úr misgjörð minni (bæði í huga þér, orði og verki). En þar með er ég ekki laus allra mála. Fyrirgefningin virkar ekki í báðar áttir, nema ég iðrist. Og að iðrast er ekkert kæruleysislegt; sorrí ég sé eftir þessu. Þeir sem skilja grísku og hafa lesið nýja testamentið á frummálinu, segja mér að iðrunarhugtakið í þeirri bók þýði að snúa við blaðinu, breyta hegðun sinni, viðhorfi, eða því sem þarf að breyta, til að fyrri mistök endurtaki sig ekki.

Pælum í þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn frænka,

Ég er svo innilega sammála þér með að fyrirgefa. Ég bögglaðist með það alltof lengi að finna út úr þessu svo vel væri (á sínum tíma) emn lengingin var góð.

 Eigðu góðan dag við systur erum á leið í legsteinaleiðangur.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff... Þú ert í þessum þungu þönkum. Ég er meira svona manneskja sem reyni að drullast átakalaust í gegnum lífið án þess að veita því of mikla athygli almennt! Ég svitnaði af áreynslu bara við að lesa þetta Laufey mín, reyni kannski að íhuga innihaldið á leiðinni norður á morgun.

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.6.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband