19.6.2008 | 19:18
Skemmtanir.
Við skelltum okkur á Sex and the city myndina í gærkvöldi mæðgurnar. Vorum löngu ákveðnar í að fara saman, en sú í miðið brá sér til útlanda á frumsýningardaginn - og svo beint til Ísafjarðar (sjá síðustu færslu), en í gær var komið aððí (þessi mynd er ekki tekin í bíó, heldur í afmæli sonarins á laugardaginn - og heitir; 1x17, 2x17, 3x17).
Salurinn var stappfullur af fólki, - þ.e. kvenfólki. Með okkar haukfránu augum leituðum við með logandi ljósi að einhverju karlkyns - og enduðum á að finna heila 5. Stemmningin var dáldið sérstök fyrir vikið. Áður en myndin hófst og í hléi var skvaldrið næstum jafn mikið og í hléi á kennararáðstefnu. Ég fer nokkuð oft í bíó, en hef aldrei heyrt svona mikið skvaldur. Ekki misskilja mig, ég er ekki að setja út á, - þetta var bara skemmtilegt. Og ég var ekki fyrir vonbrigðum með myndina. Á pottþétt eftir að sjá hana aftur síðar.
Auk allra tónleikanna sem Reykjavíkurborg bauð mér upp á á þjóðhátíðardaginn, fór ég á tvenna tónleika á mánudagskvöldið, þ.e. aðfangadagskvöld þjóðhátíðar. Fyrst voru það bráðgóðir tónleikar snillinganna í Mezzoforte, - og síðan útgáfutónleikar hjá hljómsveitinni Hraun. Mikið rosalega eru þeir skemmtilegir. Þá er ég bæði að tala um lögin þeirra, flutninginn og ekki síst spilagleðina. Þetta eru alveg einstaklega skemmtilegir strákar.
Mánudags- þriðjudags- og miðvikudagskvöld svona líka út´að skemmta mér. Aldeilis stuð á minni. Hvernig verður helgin, ef virku dagarnir eru svona?
Njótið lífsins, - það geri ég.
Athugasemdir
Svakalega eruð þið flottar, gefið vinkonunum í Sex and the City ekkert eftir!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.6.2008 kl. 20:48
Flott þrenning. Er alltaf á leiðinni með stelpunum mínum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 21:00
Mikið skelfing og ósköp eruð þið flottar allar þrjár, varnar bara Matthildi "vilkonu" mína.
Eigðu góða helgi, kveðja úr sólinni í Grindavík
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:00
Ég og Smári ákváðum fyrir nokkrum árum að skella okkur í bíó á Bridget Jones 2 (fannst það voða fyndið af einhverjum ástæðum). Ég leitaði lengi, en við vorum einu karlmennirnir í salnum sem voru ekki neyddir á myndina af kellingunum sínum.
Bjarki (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.