24.6.2008 | 18:03
Afrek.
Ég verð að segja frá nýjasta afrekinu. Í gær létum við hjónin nokkurra ára draum rætast og hjóluðum upp í Vatnaskóg. Við tókum strætó upp á Kjalarnes, og hjóluðum svo inn allan Hvalfjörðinn og upp í Skóg. Þetta var ekki nærri eins erfitt og ég hélt. Eða kannski er ég bara miklu þrekmeiri en ég hélt. Oft og reglulega þurfti ég meira að segja að stoppa og bíða eftir eiginmanninum, sem er bæði ungur, hraustur og þrekmikill (mont mont). Hann hafði reyndar gengið á Esjuna daginn áður, - hafði það sér til málsbótar þess´elska.
Ég lét mig meira að segja hafa það að hjóla í íþróttaskóm - og með hjálm á hausnum, - í þeirri trú að ég myndi ekki mæta neinum litlum börnum, sem héldu að geimveran ógurlega væri mætt á staðinn til að hræða úr þeim líftórunna. En að sjálfsögðu var ég í rauða kjólnum og með rauðu hanskana. Ég meina; er maður lady eða er maður lady?
Þegar við vorum komin framhjá gamla Botnskálanum, hafði þó nokkuð bætt í vindinn, sem var þá á móti okkur út fjörðinn - og einmitt í lengstu brekkunum. En þá var þetta líka farið að styttast.
Mest alla leiðina var ég á stöðugri þakkargjörð. Ég er svo þakklát fyrir þetta land sem ég fæddist á, - og svo er ég svo alsæl með að hafa heilsu og þrek til að ferðast með þessum hætti. Það eru ekki allar konur á sextugsaldri sem hafa það.
Það var gott að koma í Vatnaskóg. Og ennþá betra að hvíla lúin bein á Hótel Glym.
Í dag hjóluðum við svo áfram á Akranes (á móti vindi), hvaðan við tókum strætó í bæinn. Það var létt verk og löðurmannlegt (ekki nema 25-30 km) miðað við afrek gærdagsins.
Best að leggjast í bleyti og láta líða úr sér meðan ýsan er að sjóða.
Sumarfrí á Íslandi, - Æ lovvitt.
Athugasemdir
Vá, hvað þið voruð dugleg!!! Örugglega gaman að hjóla svona, verst með vindinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.6.2008 kl. 18:22
Vúman ég dáist að þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2008 kl. 22:54
Hrikalegur dugnaður er þetta! .. Klæðnaðurinn skiptir einnig ,,höfuð" máli.. ég er mjög viðkvæm fyrir hjálmanotkun, .. neitaði að leigja mér brúnan hjálm þegar ég var á skíðum síðast og þurfti að leita að annarri hjálmaleigu til að fá réttan lit! .. Manni verður sko að líða vel í litunum!
Þú ert flott Lady in Red! .. mikil orka í rauða litnum.. hefur hjálpað til að horfa á rauðu hanskana!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.6.2008 kl. 10:29
Minn hjálmur er sinnepsgulur með sanseringu! Þarf að fá mér hanska í stíl.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 25.6.2008 kl. 17:23
Hjálmurinn minn er sko krómaður og BB1 fer ekki með mér út að hjóla þegar ég er með hjálminn. Í besta falli hjólar hann hinu megin við götuna.
En mér finnst hjálmurinn minn flottur. Og er alltaf með hann þegar ég hjóla eða fer á línuskauta. Enda þekki ég af eigin raun hvernig fer ef maður er hjálmlaus.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 21:49
Þetta er sæt og skemmtileg ferðasaga - næst þegar þú hjólar á Skagann ertu velkomin í kaffi til mín!
Edda Agnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:37
Flott framtak hjá ykkur hjónum, en veistu það virðist vera að maður hjóli alltaf á móti vindi, sama í hvaða átt maður hjólar. En mikið hefur þetta verið skemmtileg ferð. Knús á þig inn í daginn, geimvera hvað !!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 13:05
Svakalegur dugnaður er þetta!
Ylfa Mist Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.