29.6.2008 | 10:30
Eins árs blogg.
Í dag á ég eins árs bloggafmæli. Það var 29.júní í fyrra sem ég skrifaði mína fyrstu bloggfærslu. Það er auðvelt fyrir mig að muna það, því tengdasonur minn á afmæli þennan dag. Að vísu er ég þeim eiginleikum gædd, að ég á mjög auðvelt með að muna dagsetningar.
Þetta hefur verið ömmur skemmtilegt (ennþá skemmtilegra en afar skemmtilegt) og ég hef alls ekki hugsað mér að hætta þessu. Ég er mjög þakklát fyrir öll kommentin ykkar. Þó þau séu kannski ekkert rosalega mörg, miðað við hvað maður sér hjá sumum, þá veit ég að það eru margir sem lesa. Ég er oft að hitta fólk, sem segir: Frábært að lesa bloggið þitt. Og ég verð alltaf jafn hissa, af því að maður veit ekkert hverjir eru að lesa. En ég er auðvitað líka þakklát ykkur sem lesið, án þess að kommenta.
En nú er best að drífa sig í afmælisbröns. Ýmislegt á dagskrá í dag og næstu daga.
Lifið heil.
Athugasemdir
Sæl og blessuð og innilega til hamingju með daginn.
Mér hefur þótt gaman að fylgjast með blogginu þínu og reynt að taka þátt í umræðunni hverju sinni. Eigðu góðan dag og bestu kveðjur til tengdasonarins sem gengur undir nafninu "pabbi hannar Matthildar sem er ofurhetja" hjá okkur.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 12:40
Til hamingju með bloggafmælið. Þú veist að ég les alltaf. Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 14:48
Best að kvitta svo maður verði ekki skammaður í næsta afmæli!
Til hamingju með daginn.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 17:08
Til hamingju með bloggafmælið!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:46
Til lukku!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.6.2008 kl. 23:31
Hah... ég var mætt á hádegi og þá var frú Laufey búin og farin! Ekki hefur morgungeðvonska tengdasonarins truflað hana mikið.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:44
Það kemur nú þessari færslu lítið við EN innileg til hamingju með daginn Laufey mín, eigðu góða afmælisdag!!!
Bestu kveðjur úr rigningunni í Grindavík.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:04
Til hamingju með daginn!
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.