7.7.2008 | 00:21
Sumarbúðir, Þröstur "barnabarn" og fleiri fréttir.
Þá erum við hjónin komin úr okkar árvissu sumarbúðadvöl á Hólavatni. Við vorum þar ásamt stjúpsyni, ömmudreng og 18 öðrum drengjum á þeirra aldri. Þetta er yndislegur staður, fjarri farsíma- og netsambandi (svona ef einhver skyldi hafa saknað mín úr bloggheimum).
Daginn áður en við fórum þangað, sagði tengdasonurinn mér í óspurðum fréttum að ég hefði eignast nýtt barnabarn. Hann héti Þröstur Pálsson. Ég mætti að sjálfsögðu á staðinn með myndavélina.
Það gerðu greinilega fleiri, því í Fréttablaðinu í dag, sunnudag, bls.30, er frétt af Þresti "ömmubarni" ásamt þremur myndum. Mæli með að þið kíkið á fréttina.
Annars er aðalfrétt þessa pistils af alvöru ömmubarni. Fyrir stuttu fékk ég leyfi til að opinbera þá gleðifrétt að einkasonurinn og tengdadóttirin eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun janúar. Ég er að springa úr gleði.
Svo er rosalega mikið af afmælum í kring um mig núna. Ég er að koma úr afmæliskaffi hjá bróður mínum, fyrrum mágur minn varð fimmtugur í dag - og sjálf átti ég afmæli á Hólavatni. Það var meira að segja svo fyndið, að stúlkan sem aðstoðaði mig þar í eldhúsinu átti afmæli daginn á undan mér.
Einhver ykkar hafa kannski furðað sig á myndinni sem fylgdi síðasta pistli. Málið var það, að ég ætlaði að vera með úttekt á bloggfærslum þessa fyrsta árs - og geta þess m.a. að langmestu viðbrögðin (og þá er ég ekki bara að tala um komment, heldur viðbrögð frá fólki sem ég heyrði í og hitti) fékk ég eftir færsluna um pottaplöntuna (færsla frá 19.nóvember). Enda var sú uppákoma ekkert smá fyndin. En ég var bara svo rosalega mikið að drífa mig af stað, að þetta fyrirfórst. Biðst afsökunar á því.
Lifið heil.
Athugasemdir
Mig grunaði nú að þú værir að sumarleyfast en auðvitað saknar maður sinna daglegu færslna.
Velkomin heim og til hamingju með ömmubarnið sem er á leiðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 07:46
Velkomin til byggða sæta, og innilega til hamingju með ömmubarnið sem er á leiðinni. Sigga mín á líka von á nýju barni í byrjun janúar, Lalli og Katla í byrjun september og amma prjónar og prjónar
Ég skellihló þegar ég sá myndina af blóminu góða!!!
Eigðu góðan dag.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 09:27
Innilega til hamingju með soninn og tengdadótturina, yndislegt alveg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 15:05
Til hamingju með ömmustrákinn, nú eða stelpuna.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:00
Sæl elsku frænka .
Til hamingju með afmælið um daginn vonandi var dagurinn góður.
Innilega til hamingju allir sem eiga part í gleðinni yfir nýju barni í fjölskylduna.
Voðalega langar mig nú á Hólavatn ,ég þarf að fara að taka að mér flokk -a þar aftur það er of langt síðan síðast.
Kv. Brynja.
Brynja (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 01:45
Takk stelpur.
Jenný: Þetta var nú ekki beinlínis sumarfrí, - heldur hörkuvinna. En mjög ánægjuleg.
Brynja: Ég minni á þig, ef það vantar starfsfólk á Hólavatn næsta sumar.
Þórunn: Til hamingju með væntanleg barnabörn.
Laufey B Waage, 9.7.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.