Rigning.

Rigning á rúðuNú er úti veður vott. And I love it. Með fullri virðingu fyrir sólskini. Auðvitað er það líka yndislegt.

Hann er bara svo misjafn, mælikvarðinn sem við notum á gott og vont veður. Ég hef aldrei skilið það fólk sem notar þann einfalda mælikvarða að sólskin sé gott veður og rigning sé vont veður.

Þegar ég var ung, notaði ég þann einfalda mælikvarða, að logn væri gott veður - og rok væri vont veður. Burtséð frá hitastigi og skýjafari.

Á seinni árum finnst mér hitastigið skipta meira máli. Í 5-25 stiga hita finnst mér oftast frábært veður. Frost og kaldan vind þoli ég illa. Þarna spilar að vísu stóra rullu, að ég er með krónískar bólgur í ennis- og kinnholum, svo ef það er frost eða kaldur vindur, þá get ég einfaldlega ekki verið úti. Ég á því erfitt með að þola froststillur með sólskini, sem margir eru hrifnir af. Sólskin + þurr (og kaldur) vindur finnst mér óþægilegt veður.

Rigning 21.07Uppáhaldsveðrið mitt er logn og hlýtt (ca 15 stig) og nýbúið að rigna. Hlý lognrigning er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.

Veðrið í dag finnst mér yndislegt. Að vísu fær maður leið á íslensku rigningunni ef hún varir mjög marga daga í senn. Sólbaðsveður er auðvitað frábært, en rigning líka góð inn á milli.

Voðalega veð ég úr einu í annað. Líklega er ég bara orðin mótuð af þessu veðurfari sem einkennir Ísland. Endalaus sýnishorn. Alltaf að breytast.

Bjarki 4ra ára í rigninguVerð að vekja athygli á einu sem ég sakna í dag. Ég fór út með myndavélina áðan (milli 10 og 11), í leit að krökkum að sulla í pollum, eða leika sér í rigningunni. Fann ekki einn einasta. Leikskólinn á bak við húsið mitt er að vísu lokaður. Er það málið? Fara krakkar ekki út í rigningu, nema það sé á dagskránni í leikskólanum?

Myndin hér til hliðar er af drengnum mínu 4ra ára, tekin fyrir 26 árum. Í þá daga léku börn sér ennþá úti í rigningu - og þótti það gaman. Mikið vildi ég að foreldrar í dag hvettu börnin sín meira til slíkra hluta, frekar en að halda að þeim því ótrúlega viðhorfi að rigning sé vond - og hennar sé á engan hátt hægt að njóta, nema maður sé gróður jarðar.

Njótið rigningarinnar elskurnar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð,+

Mér finnst rigningin góð, ef ekki er mikið rok. Núna er ég að passa Sögu mína og áðan stakk ég uppá því að við færum út í rigninguna að sulla í pollum. Æi amma sagði hún verum frekar inni að baka,rigningin er svo blaut og auðvitað erum við bara að baka og lesa bækur. Svona er nú það.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska rigningu og storm.  Vetrarbarnið ég veit ekkert betra en válynd veður.

En sumarið er líka flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæl Laufey mín, ég var of sein að setja inn athugasemd á réttan stað, en ég frétti af tilvonandi barnabarni þínu norður í Fljótavík á dögunum, Dóra Hlín kom upp á Brekku með fréttir (reyndar af tilvonandi barnabarni hjá Ragnari), en var ekkert að segja frá sjálfri sér.  Við fréttum það bara þegar þau voru farin.  Við vorum semsagt í fimmtugsafmæli hjá Herði (set inn myndir hjá mér síðar).  Innilegar hamingjuóskir til þin í rigningunni, og baráttukveðjur til ljósmóðurinnar.

Sigríður Jósefsdóttir, 21.7.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott myndin af syninum í rigningunni Laufey mín.  það er örugglega nokkuð til í því að börn séu ekki mikið úti í rigningu.  Sem er synd, því ekkert er skemmtilegra en að sulla í pollum, vel gallaður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Rigningin er góð í hófi.. of mikið af henni er tja, of mikið.  

Skemmtileg myndin af "þeim litla" ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 22:09

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Við vorum sammála um það nokkur í vinnunni í dag, að við værum eiginlega mjög fegin að fá smádumbung um tíma, jafnvel í nokkra daga, - öllu má nefnilega ofgera, sólskini líka. (Sagðirðu vanþakklát...?)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.7.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband