Hjólaviðgerðir.

Garðar gerir við hjólVinurinn í næstu götu tók mjög vel í að laga sprungna dekkið. Það vill meira að segja svo vel til að hann hefur aðstöðu í húsnæði íslenska fjallahjólaklúbbsins, sem er í næsta húsi við hann. Ég þáði tesopa hjá konunni hans, en eftir við langt og skemmtilegt spjall kom að því að okkur þótti maðurinn vera orðinn óeðlilega lengi.

Ég hafði rekið hann úr rúminu þennan hlýja sumarfríisdag, - og ekki einu sinni gefið honum færi á að fá sér morgunmat áður en hann hófst handa. Ég var því farin að halda að hann hefði lognast út af sökum magnleysis. Erfiðisvinna á fastandi maga kann ekki góðri lukku að stýra.

Svo ég fór yfir í klúbbinn til að athuga með hann. Þá var hann að klára viðgerðina, sem var aldeilis og heldur betur meira en að líma og bæta eina slöngu. Öxullinn var brotinn í sundur, gírarnir og bremsurnar komnar í alvarlega þörf fyrir stillingu, - og svo mætti lengi áfram telja. Hann átti ekki til orð af undrun yfir láninu sem væri yfir mér. Hjólið í þessu ástandi hefði hvenær sem er getað hrokkið í sundur, - og ég stórslasast. 

Eftir smá prufuhring og ennþá frekari stillingar tók svo að leka úr dekkinu aftur. "Mér hefur yfirsést 3ja gatið" sagði vinurinn. "Enda er slangan orðin léleg. Það vill svo heppilega til að ég á hérna splunkunýja slöngu af réttri stærð, svo ég skipti bara".

Ég fékk að skreppa í Bónus á meðan, - og þegar ég kom til baka, var vinurinn loksins farinn að fá sér morgunmat. Þegar við komum svo út til að kíkja á gripinn var enn og aftur farið að leka úr hjólinu. "Mér er bara ekki nokkur leið að skilja þetta" sagði vinurinn og fór eina ferðina enn í klúbbinn. Þá kom í ljós að sundurtekin bréfaklemma hafði stungist á kaf í dekkið í þessum örstutta prufutúr.

En nú er hjólið orðið eins og það á að vera. Kosturinn við vanstillinguna var reyndar sá (og ég vissi af þeirri vanstillingu), að 1.gírinn var þyngri en sá 2. er núna, svo ég var (er) orðin mjög sterk í lærunum. Núna eru gírarnir orðnir svo léttir að lærin fara örugglega í orlof.

Næsti pistill verður ekki um reiðhjól. Promis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

en þú heppinn að þekkja svona frábæran viðgerðarmann.  Ég er búin að láta gera við mitt hjól, en það er bara dbs hjól án gíra, þessi góðu gömlu, en ég er ennþá ekki farin að gefa mér tíma til að hjóla.  Ætla að fara að drífa min.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo er röflað um bílaviðhald.  Tertubiti á við hjólastand.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Heidi Strand

Þú ert heppinn með nágranna og með heilsuma.

Heidi Strand, 27.7.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hjólin eru skemmtileg. Var einmitt að fá stól fyrir soninn svo nú getum við hjólað saman um allt. Verst að hann vill stoppa við allar vinnuvélar til að skoða nánar!

Kv

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 29.7.2008 kl. 10:36

5 identicon

Sæl frænka og takk fyrir síðast, við verðum að endurtaka þetta sem fyrst.(Verðum samt að passa að blaðra ekki frá okkur allt vit )

Er að fara til Danmerkur og Þýskalands á eftir og þá kem ég til með að hjóla. Það er eitthvað með mig og hjól sem virðist ekki ganga upp á Íslandi, ég hjóla aldrei nema þegar ég er í útlöndum. Kannske ég reyni að bæta úr því.

Eigðu góðan dag sæta.

Þórunn Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband