Í rigningu ég geng.

Kjólasýning í Vindáshlíð

Hvað er þetta eiginlega með mig og óveðursgöngur? Lesendur mínir muna kannski eftir laugardeginum 7.júní síðastliðnum, en þá dundi á okkur suðvestlendingum mesta rok-og-rigningarholskefla ever. Og akkúrat þá var ég í 5 tíma gönguferð á Reykjanesskaga. 

Síðastliðna viku var ég að vinna í Vindáshlíð (já það er skýringin á fjarveru minni úr bloggheimum). Strax á öðrum degi átti að ganga á Hádegisfjall með hópinn (70 stelpur, 13-15 ára). Sem og var gert. Þetta var 5 tíma ganga, þar af klukkutími aðra leið frá Vindáshlíð að fjallsrótum. Við lögðum af stað í uppáhaldsveðrinu mínu; hlýtt og logn og nýbúið að rigna. Þegar við komum að fjallsrótum, kom úrhelli, sem stóð þangað til við vorum komnar aftur í hús. 

Þar sem stelpurnar voru mismetnaðarfullar og mishressar með veðrið, skiptum við tvisvar liði. Og í bæði skiptin valdi ég auðvitað að vera í hópnum sem fór upp á topp. 

Ég fór úr fötunum í sturtunni. - Þau gátu ekki orðið blautari. Vatt þau þar eins og hvern annan sundbol.

Það ótrúlega er, að ég átti að vera í pásu þennan eftirmiðdag, en var ekki alveg á því að láta hafa af mér góða fjallgöngu. 

Annars var þetta skemmtileg vika. Stelpurnar eru snillingar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þá höfðum við fengið hverju herbergi eina rúllu af salernispappír, sem þær áttu að nota til að hanna og búa til prinsessukjól. Ég skil ekki ennþá hvernig þær fóru að þessu.

En ég er ofboðslega þreytt. Eiginlega hálflasin og ósköp andlaus. Ég hlýt að vera orðin gömul og lúin, fyrst ég þoli ekki massíva vinnuviku betur en þetta.

Best að leggjast út á svalir og safna kröftum.

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert algjör jeppi kona.  Upp á fjallstindum alltaf hreint.

Og þarna er komin skýringin á bloggleysinu.

Betra seint en aldrei.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ótrúlegir kjólar annars.  Hönnuðir framtíðar?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Helga Björg

Ótrúlegir þessir kjólar :):) úr salernispappíir :)enlangaði að kasta á þig kveðju Helga Björg Seinþórsdóttir

Helga Björg, 13.8.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband