14.8.2008 | 10:34
Lengi getur vont versnað.
Einu sinni hafði ég miklar áhyggjur af manneskju, sem mér fannst vera að fara illa með sig. Velti mikið fyrir mér hvernig ég gæti haft áhrif, svo að viðkomandi færi eftir mínum hugmyndum um betra líf. Þá var mér bennt á, að það eina sem ég gæti hugsanlega gert, - væri að koma því til leiðar að viðkomandi liði ennþá verr. Mannskepnan er nefnilega þannig gerð, að hún sér ekki alltaf hvernig fyrir henni er komið - og leið til úrbóta, - nema hún sé komin á botninn.
Mér datt þetta í hug í morgunn, þegar ég hlustaði á framhaldsfréttirnar um borgarstjórnina. Nú stefnir allt í að ömurleg borgarstjórn verði ennþá verri, með því íhaldið skipti frjálslynda oddamanninum út fyrir framsóknarmanninn. Frábært hugsaði ég. Það fer að styttast í nýjar kosningar, - og þá hljóta borgarbúar að vera farnir að sjá, - að eina vitið er að kjósa þannig; - að samfylking og vinstri grænir geti myndað góðan meirihluta.
Húrra fyrir því.
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 11:04
Já þetta er nú meira bullið, en takk fyrir síðast mín kæra. Saga sagði við mig áðan: amma næst þegar Matthildur og amman hennar koma skulum við annaðhvort bjóða þeim í fjallgöngu eða í "Bótina" og það líst mér vel á.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.