14.8.2008 | 20:55
Ömmustelpur.
Frænka mín í Grindavík á ömmustelpu sem er besta vinkona ömmustelpunnar minnar. Ekki að við frænkurnar höfum troðið þeim saman, heldur kynntust þær á leikskólanum, og vonu búnar að vera bestu vinkonur í margar vikur áður en mæður þeirra sóttu þær loksins á sama tíma, - og skyldleikinn uppgötvaðist.
Núna í sumarfríinu, flutti vinkonan svo til Grindavíkur. Svo í gær fékk ég að sækja ömmustelpuna með fyrra fallinu, - og bjóða henni í heimsókn til Grindavíkur. Það var mikil gleðistund. Við ömmunar tjilluðum yfir tebollum á meðan prinsessurnar sprelluðu óspart. Og að sjálfsögðu þurftu þær að fara í búninga (báðar í þeirri deildinni).
Varð að skella þessu inn, - bara fyrir Grindavíkurfrænkuna mína, sem er í hópi dyggustu lesenda minna og einlægra aðdáenda.
Lifið heil.
Athugasemdir
Krúttkast.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 21:21
Æ, takk fyrir Laufey mín, þær eru langflottastar. Við áttum erindi í Reykjavík í dag og Saga var ómöguleg vegna þess að ekki var tími til að fara til Matthildar.
Við verðum að endurtaka leikinn við fyrsta tækifæri.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:30
Jeminn ég þurfti að skoða myndina aftur til að sjá hvor væri frænka mín!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.