15.8.2008 | 09:59
Hreyfigeta.
Vinkona vinkonu minnar vinnur á hjúkrunarheimili í Danmörku. Hún segir að þar á bæ sé staðan sú, að sökum manneklu og tímaskorts sé sólarhringsbleiju skellt á alla vistmenn á hverjum morgni. Þegar ég nefndi þetta við eina vinkonu mína, sagði hún að ástandið væri lítið skárra hér á landi.
Hugsið ykkur bara. Allt þetta gamla fólk, sem er algjörlega með fulle fem andlega, - og líkamlega líka að öðru leyti en því, að það hreyfir sig mjög hægt, - og treystir sér ekki til að rölta á salernið stuðningslaust. Og sá stuðningur fæst ekki!!!
Ég er miður mín af vorkunn með þessu fólki. Og ekki bara það. Eins og fram hefur komið, stefni ég að því að verða allra kellinga elst, en ég get ekki hugsað mér að lenda í ofangreindri stöðu.
Ég er því ákveðnari en nokkru sinni fyrr, í að gera það sem í mínu valdi stendur til að viðhalda eigin hreyfigetu fram í það óendanlega.
Ég man hvað mér fannst það flott fyrir einhverjum árum síðan, þegar það kom í kvöldfréttum eftir Reykjavíkumaraþonið; að 82ja ára maður hefði dottið niður og dáið í miðju 10 kílómetra hlaupi. Það kom fram í fréttinni, að hann hafði vandræðalaust hlaupið 10 km fyrr í vikunni (það kom svo í ljós að ég þekkti þennan mann). Stórkostlegt. Að vera í þvílíku toppformi til 82ja ára, - og deyja svo án nokkurrar sjúkdómslegu.
Meira fljótlega um uppáhaldshreyfingarnar mínar (nei, ekki enn eitt regngöngu- eða hjólreiðamontið).
Góða helgi.
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 10:34
Ég er viss um að þú verður allra kerlinga elst og hlaupandi og hjólandi langt fram á annað hundrað árin. En það er nú ekki sama hvar á Íslandi maður lendir á elliheimili. Örugglega betra að vera úti á landi - líka meira pláss til að hlaupa og hjóla þar!
Guðrún Markúsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.