Dans

Matthildur senjoríta 4Uppáhaldshreyfingin mín er dans. Ég dansa mest "eftir eyranu", en er líka mjög fljót að læra hvers kyns spor. Hér á árum áður dansaði ég mikið í stofunni minni, ein eða með börnunum mínum. Fatta ekki alveg af hverju ég geri mun minna af því núna, eins og mér finnst þetta skemmtilegt. Svo finnst mér rosagaman að fara á dansiböll með góðri hljómsveit, ef það er pláss er fyrir mig á gólfinu.

Ég hef ákveðna kenningu um það að dansa eftir eyranu (byrjar Laufey með sínar kenningar). Það er eins og það sé bara í kvenlegu eðli. Þegar maður biður karlmann að koma að dansa, segir hann í flestum tilfellum; ég kann ekkert að dansa. Og ég svara að bragði; maður þarf ekkert að kunna að dansa, maður dansar bara. Þeir karlar sem hafa lært að dansa, þeir dansa það sem þeir hafa lært - og ekkert annað.

Maður getur svo algjörlega snúið þessu við, þegar kemur að því að spila (á hljóðfæri) eftir eyranu. Þar eru kallarnir á heimavelli. Þeir bara setjast við hljóðfærið og spila. En konur spila ekki nema þær hafi lært á hljóðfæri - og láta þá engan heyra annað en það sem þær eru búnar að æfa. - Helst með nótum.

Auðvitað eru þetta alhæfingar. Sem betur fer eru til konur sem spila eftir eyra - og kallar sem dansa eftir eyra, - og margir sem hvorki dansa né spila. En kenning mín á samt við heilmikil rök að styðjast.

Á minni persónulegu danssnilld eru tvær dapurlegar undantekningar: Tjútt og Tangó.

Pabbi og mamma voru (og mamma er enn) snillingar í að tjútta. Þegar ég var krakki hlustuðum við á danslög af plötum á gömlu Gufunni á sunnudagskvöldum, - og dönsuðum. Og alltaf kom að því að pabbi og mamma brustu í tjútt. "Mig langar að tjútta, kenniði mér að tjútta" sagði ég. "Láttu hann pabba þinn kenna þér, hann var frægur fyrir að kenna tjútt í Breiðfirðingabúð um það leyti sem þú varst búin til" sagði mamma. Og hann reyndi: -Fylgdu. -Fylgja hverju? -Mér. -Já, en hvað á ég að gera?. -Fylgja. - Til að gera langa sögu stutta, varð niðurstaðan sú, að ég er líklega eina manneskjan sem pabbi hefur ekki getað kennt að tjútta.

Mér hefur alltaf þótt tangó vera einstaklega sjarmerandi dans. Stundum dottið í hug að læra hann. Fyrir tilviljun lenntum við hjónin svo í tangókennslu eitt kvöldið í fyrravetur. Það kom eiginmanninum á óvart hvað hann fékk mikið hrós, - hann lifir enn á því. Ég var ekki alveg eins ánægð. Það kom í ljós að þessi heillandi dans byggir eingöngu á því, að konan standi eins og illa gerður hlutur og bíði eftir því að karlinum þóknist að færa hana hingað eða þangað, eftir hans persónulegu dutlungum. Ekki alveg í takt við minn eftir-eyranu-dansstíl.

Ef einhver lætur sér detta í hug, að þetta hafi eitthvað með stjórnsemi mína að gera, eða að ég láti ekki aðra stjórna mér, - þá má hann bara hafa þá skoðun í friði.

Njótið menningarnæturinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Björg

Dans er sennilega að mínu mati hollasta likamsrækt semhægt er að stunda , persónulega get ég dansað tímonum saman eftir eiranu :) sem er frábært

Helga Björg, 23.8.2008 kl. 11:21

2 identicon

Góðan daginn frænka.

Það er svo gaman að dansa. Líka svo góð hreyfing. En varðandi skóna ,ekki samt dansskóna þá er sundlaugin lokuð vegna viðgerðar og viðhalds og ég hef ekki getað komist inn til að athuga málið en geri það strax og opnar.

Eigðu góðan dag og ánægjulega menningarnótt, sjáumst vonandi sem fyrst

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:12

3 identicon

'O já ég man eftir þegar dansað var í stofuni , alveg yndislegt að horfa á pabba og mömmu Við hjónin fórum eitt sinn á dansnámskeið mjög gaman ,en kennararnir sögðu alltaf "hver stjórnar þú eða hann" knús til þín og þinna

Mallý (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ætli karakterinn sé ekki að myndbirtast í vangetunni til að dansa Tangó mín kæra.  Ég ímynda mér að ég ætti erfitt með að láta flytja mig eins og dúkku til og frá á dansgólfinu.

Annars dansa ég vilta fífladansa hér á heimilinu og hef alltaf gert.

Bara svo gaman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég var líka svona stofudansari alveg frá því að ég var smápolla, elska að dansa bara eftir eyranu.  Það er líka gaman að dansa Tangó við góðan dansara, og tjúttið þvælist heldur ekki fyrir mér.  Og ég er stjórnsöm hehehehe.... svo það er líklega rétt hjá þér, en þegar þú segir þetta, þá renna á mig tvær grímur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Dancing Queen .. það er ekki að spyrja að því!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband