Hálf-sjötugur frumburður og landsins gæði.

3 ættliðirFrumburðurinn minn varð 35 ára í fyrradag (já já - ég veit, - ein voða eftirá með bloggfærslunar). Þegar ég vaknaði þann daginn hugsaði ég; vá hún er hálfsjötug. Og mamma varð sjötug um daginn. Já auðvitað. Mamma var 35 ára þegar ég gerði hana að ömmu. Og allt í einu fannst mér þetta ennþá rosalegra en nokkru sinni fyrr. Hugsandi til þess að barnið mitt væri - þannig séð - komið á ömmualdur.

Og mér varð hugsað til þess, þegar þetta kom til á sínum tíma. Mér fannst þetta ekkert mál, að vera ólétt 16 ára, - en vinkonur mömmu supu endalausar kveljur, - ekki út af mér, heldur mömmu: Almáttur, en hún ólétt, - og þú bara 34ra ára.

BláberAnnars er þessi dráttur á frumburðar-afmælis-pistli auðvitað kominn til af haustönnum. Ég er að hamast við að reyna að lifa af náttúrunni á þessum margumtöluðu krepputímum. En það gengur dáldið illa. Í næstum hvert skipti sem ég legg af stað á berjamó, byrjar að rigna. Já, ég biðst forláts, þessar endalausu skúrir síðustu daga eru alfarið mér að kenna. Svo var búið að tína af öllum lyngum sem ég sá í Heiðmörkinni í gær. 

Í dag var hins vegar var enginn berjamór á dagskrá, - heldur fór ég með mömmu minni í pílagrímsferð á Stokkseyri. Við erum þaðan mæðgurnar, - og verðum að skreppa af og til.

En af því að ég var í skárri gallanum - og ekkert annað en ættingjaheimsóknir á dagskrá, - þá hékk hann auðvitað þurr, svo við stóðumst ekki mátið - og brugðum okkur í vallhumals- og kúmentínslu í garði ættaróðalsins. Við vorum ekki lengi við tínslu, en samt gerðist það í tvígang, að ættingjar okkar komu til að athuga hver væri að gera hvað á óðalinu. Þeir voru auðvitað alsælir að sjá þessar skemmtilegu frænkur sínar.

Ætti ég ekki að laga mér vallhumalste fyrir svefninn? Í fyrramálið baka ég svo kúmenbrauð. Gúllassúpu elda ég svo um helgina (hún er með kúmeni).

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OH Laufey mín viltu taka mig með næst þegar þið farið á Stokkseyri. Ég er reyndar nýbúin að keyra í gegn en finnst ég aldrei getað heimsótt neinn. Ekki einu sinni Ófeyg.  En ég gæti sko alveg hugsað mér að heimsækja fullt af fólki ef Kristín María frænka mín og Laufey væru með mér. Svona er ég skrítin.

Til hamingj með Berglindi þína, hitti hana reyndar um helgina í afmælisveislu Sögu það var frábært.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með frumburð.

Er sjálf á leiðinni í berjamó en það rignir alltaf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Laufey B Waage

Þórunn ég hóa í þig einhvern tíman og við förum tvær saman (eða fleiri ömmustelpur).

Takk Jenný. Vonandi komumst við báðar í ber fyrir frost. 

Laufey B Waage, 28.8.2008 kl. 08:25

4 identicon

Af hverju ertu með mynd af einhverjum gallsúrum og heiðbláum bláberjum þarna? Ekki ertu að týna svoleiðis matleysu í staðinn fyrir bikasvört og safarík aðalbláber?

Bjarki (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með dótturina  Glæsileg þrenning!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Laufey B Waage

Takk Jóhanna. Þú hefur áttað þig á að þetta væru dóttirin, mamma og ég á myndinni.

Bjarki minn, sunnlensku bláberin eru sæt og góð. Ætlar þú kannski að tína með mér nokkra lítra af aðalbláberjum, ef ég kem vestur til þín með nokkrar fötur? 

Laufey B Waage, 29.8.2008 kl. 08:27

7 identicon

Ég myndi senda Dóru. Hún er minn fulltrúi í berjunum. Þetta er kvenmannsverk. Ég skal veiða gæsir og þorska á meðan.

Bjarki (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með dótturina Laufey mín.  En hvað ég skil þessi viðbrögð hehehe, og þú bara 34 ára.  En mikið er búsældarlegt að lesa innleggið þitt.  Þú ert svo dugleg elsku stelpan.  Vildi að ég nennti að tína sólberin, rifsið og önnur ber sem hér eru á hverju strái í garðinum mínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 10:36

9 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Laufey mín, í fyrsta lagi: þú mátt segja honum Bjarka frænda mínum (ef hann les þetta ekki sjálfur) að Jobbi ömmubróðir tínir alltaf aðalbláberin sjálfur.  Þannig að það er ekki bara kvenmannsverk.  Í öðru lagi (ætti náttúrulega að vera fyrst og fremst): til hamingju með frumburðinn, hún er sérstaklega vel heppnuð telpan, og ég er stolt af því að vera frænka hennar.  Ásthildur, ég kem um næstu helgi, gæti alveg komið og hjálpað þér að tína.....  Kveðjur úr Grafarholti,

Sigríður Jósefsdóttir, 29.8.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband