29.8.2008 | 16:46
Dagurinn í dag.
Byrjaði daginn á krabbameinsskoðun. Bæði efri og neðri deild. Mér finnst þetta ekkert mál, hef aldrei kviðið fyrir, eða þótt það óþægilegt á nokkurn hátt. Samt er þetta ótrúlega mikið tilfinningaálag. Maður er eitthvað ferlega viðkvæmur meðan á þessu stendur og fyrst á eftir. Mjög gott dæmi um kringumstæður þar sem tilfinningalegt ástand er í algjöru ósamræmi við skoðanir manns og álit.
Keyrði svo í Hafnarfjörðinn. Fannst það dáldið langt, - en hvað gerir maður ekki fyrir rómantískt stefnumót. Hugsaði rétt sem snöggvast: Ekki skil ég fólk, sem býr í Hafnarfirði og keyrir daglega til vinnu í Reykjavík. Nokkrum sekúntum eftir þá hugsun, mundi ég eftir því, að síðustu 11 árin keyrði ég til vinnu í Njarðvíkum (úr vesturbæ Reykjavíkur). - Flesta veturna tvisvar í viku.
Ömmustúlkan er 4ra ára í dag. Ég á 3 kvenkyns afkomendur, - og þær eru allar meyjar. Frumburðurinn átti afmæli fyrir 4 dögum, ömmustelpan í dag, - og svo heimasætan í september.
Í kvöld skal svo skemmt sér á Mamma mia - sing along.
Góða helgi.
Athugasemdir
Til hamingju með stúlknahópinn.
Og sammála þér með þetta furðulega misræmi milli skynsemi og tilfinninga við vissar aðstæður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.