Barna-annir.

Busun 1Ótrúlega mikið um að vera hjá börnunum mínum alltaf hreint. Ekki veit ég hvaðan þau hafa það (eða þannig).

Frumburðurinn er aðal-trúnaðarmaður ljósmæðrafélagsins. Býst ekki við að það þurfi neinu við það að bæta, - nema þá helst að biðja þá sem hafa sambönd á réttum stöðum, að reyna að opna augu, huga og hjörtu stjórnvalda og annarra viðsemjenda fyrir því hvað þær eru samfélaginu mikils virði þessar elskur, - og að við - skattgreiðendur - viljum umbuna þeim það.

Upplýsingafulltrúinn er á Evrópuferðalagi þessa dagana.

Svo er það MR-ingurinn. Í dag var busavígsla - og þar af leiðandi busaball í kvöld. Svo Skriba Scolaris situr ekki auðum höndum, frekar en vanalega. 

P.s. Örvæntið ekki kæru vinir. Þriðji (eða fjórði) og síðasti hreyfi-pistillinn er væntanlegur innan tíðar.

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nóg að gera.  Eru þau í móðurættina börnin?????

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Laufey B Waage

Já Jenný, ætli ég verði ekki að viðurkenna það.

Laufey B Waage, 5.9.2008 kl. 00:29

3 identicon

Það er gott að hafa nóg að gera, leiðinlegt að sitja auðum höndum.

Vildi svo gjarnan geta lagt ljósmæðrum lið, þetta er alveg skelfilegt (tengdadóttirin vat sett 2.sept). En það bara alltaf sama saga umönnunarstéttir eru hunsaðar þegar kemur að launamálum...... já nei nú ætla ég ekki að æsa mig er nefnilega með flensu og verð að hamast við að ná mér ef ég þyrfti að taka á móti barniu seinna í dag  segi nú bara svona

Eigðu góða helgi Laufey mín

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Laufey B Waage

Þórunn mér finnst þú ættir að spreyta þig á ljósmóðurhlutverkinu (sem hlýtur reyndar að vera verkfallsbrot, - segi þetta í trausti þess að frumburðurinn minn sé of önnum kafin til að lesa þetta). Vona allavega að  fæðingin gangi vel, hver sem tekur á móti. Mér finnst reyndar að margir séu að gleyma því, að sérþekking og færni ljósmæðra er nauðsynleg á fleiri sviðum en bara við fæðinguna sjálfa.

Laufey B Waage, 5.9.2008 kl. 11:50

5 identicon

Auðvitað gæti ég alveg tekið á móti barninu, þú veist að ég get allt  Það á bara alls ekki að þurfa að koma til verkfallsaðgerða. Og eitt er víst þetta væri ekki svona ef þetta væri ekki kvennastétt !!!

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband