Stuðningsyfirlýsing.

Stuðningsyfirlýsing

 Vissir þú að:


• Byrjunarlaun ljósmæðra eru helmingi lægri en
verkfræðinga með meistaragráðu?
• Laun ljósmæðra eru með því sem lægsta sem
gerist innan Bandalags Háskólamanna þótt nám
þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af
ríkisstarfsmönnum?
• Að ljósmæður eru kvennastétt?


                        Ég styð kjarabaráttu
                                ljósmæðra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð þær líka af heilum hug!!!!!!!!!!!!

Þessi launamál eru til háborinnar skammar.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég styð þær eindregið, sem og aðrar stéttir, sem fá ekki sambærileg laun og aðrir í þjóðfélaginu, miðað við menntun og ábyrgð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála Ásthildi hér að ofan.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 14:48

4 identicon

Ég styð ljósmæður!!!

Vona að þær fái launin sín leiðrétt sem allra fyrst og valdamenn hætti að koma með kjánalegar afsakanir eins og "rétti tíminn".

Hins vegar þá verð ég nú að leiðrétta stuðningsyfirlýsinguna aðeins, svona áður en allir hlaupa upp til handa og fóta og skella sér í verkfræði. Ég sá í fréttunum að byrjunarlaun ljósmæðra væru um 280.000/mán, ég nota það sem viðmið. Ég þekki tvo verkfræðinga sem komu út á vinnumarkaðinn með mastersnám í verkfræði tiltölulega nýlega (báðir KK). Annar fór að vinna hjá ríkinu og voru byrjunarlaun hans 330.000/mán sem reiknast 16% hærri en laun ljósmæðra, hinn fór að vinna hjá einkafyrirtæki og fékk þá ívið hærri laun eða 400.000/mán í grunnlaun sem er heldur ekki helmingi hærri en ljósmóðurlaunin.

kveðja

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Laufey B Waage

Takk allar.

Rétt skal vera rétt Dóra Hlín. Ég kóperaði yfirlýsinguna annars staðar frá. Var auðvitað að vona að ónefndur meistari í verkfræði (kvk) væri með svona góð laun. 

Laufey B Waage, 9.9.2008 kl. 11:11

6 identicon

Já, ef það væri nú svo gott.

Málið er í verkfræðistéttinni eins og mörgum öðrum að konur hafa verið að ryðjast þar inn eins og illgresi og lækka nú markvisst byrjunarlaunin.

Það verður spennandi að fá fréttir að yfirstandandi fundi ljósmæðra við ríkið.

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband