Hjólreiðar.

LW hjólar á rauðum kjólJæja elskurnar. Þá er það síðasti hreyfi-pistillinn.

Ef þið hafið haldið að ég ætlaði ekkert að blogga um hjólreiðar, - að það væri að bera í bakkafullan lækinn, - þá er það rangur misskilningur.

Hér á árum áður notaði ég hjólið eins og margir aðrir: Hafði það í hjólageymslunni flesta daga ársins, en fór stöku sinnum út að hjóla mér til heilsubótar. Það var ekki fyrr en sumarið 2005, sem ég uppgötvaði hvað hjólið er gott farartæki.

Þá var ég úti í Kaupmannahöfn - borg reiðhjólsins - á jazzhátíð. Við hjónin höfðum haft íbúðaskipti við íslensk hjón sem bjuggu útá Amager, - eiginlega á Íslandsbryggju, þ.e. í örfárra kílómetra fjarlægð frá Ráðhústorginu og því öllu. Við vorum svo heppin að hjólin þeirra fylgdu með í skiptunum, - og við notuðum þau óspart. Hjóluðum daglega hvert sem við vildum fara. Mmm, það er æðislegt að hjóla í Danmörku.

Um haustið var ég svo "heppin" að hjólinu mínu var stolið. Mér hafði fundist það óþægilega lágt, miðað við danska hjólið, svo vorið eftir keypti ég mér nýtt hjól. Bara venjulegt Trekk-hjól, sem hentar mér vel. Þó svo hér sé hvorki eins hlýtt né flatt eins og í Danmörku, - þá finnst mér frábært að hjóla á Íslandi svona 5-6 hlýjustu mánuði ársins.

En það er annar og stærri munur á milli þessara landa, en flatneskjan og hitastigið. Það er virðingin fyrir hinum hjólandi. Í Danmörku eru allir vegfarendur, hvernig sem þeir ferðast, meðvitaðir um rétt hinna hjólandi. Á Íslandi er maður í stórhættu, ef maður er ekki stöðugt á verði - og hjólar eins og maður sé gjörsamlega ósýnilegur. Mig grunaði að ég hefði lítillega grennst á öllu þessu hjóeríi, - en að ég væri algjörlega ósýnileg öðrum vegfarendum, finnst mér dáldið skrýtið. Brussan ég mínum skærlitu fötum. Bæði akandi, mótorhjólandi og gangandi vegfarendur horfa í gegn um mig og æða í veg fyrir mig eins og ég sé ekki til. Ekki nóg með að bílarnir svíni fyrir mig eins og þeir vilji koma mér úr umferð. Heldur láta gangandi vegfarendur á göngu- og hjólastígunum eins og þeir séu einir í heiminum. T.d. eru skokkarar oftar en ekki með tónlist í eyrunum - og heyra ekkert í bjöllunni minni.

Auðvitað eru sumir vegfarendur kurteisir og almennilegir, - og bið ég þá afsökunar á alhæfingunni. 

Sem betur fer hafa hjólreiðar aukist á Íslandi, svo vonandi fara aðstæður og virðing að breytast til batnaðar.

Lifið heil. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég á hjól en nota það allof lítið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega ertu flott á hjólinu.  Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 13:15

3 identicon

Mamma, þú átt að nota hjálm!

Bjarki (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Sammála Bjarka, hvar er hjálmurinn??

Þ (sem veit hvernig það er að detta af hjólinu hjálmlaus!)

Þórdís Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Laufey B Waage

<a href="http://www.flickr.com/photos/laufeywaage/2846228047/" title="LW með hjálm by Laufey Waage, on Flickr"><img src="http://farm4.static.flickr.com/3036/2846228047_5ecb3c8078_m.jpg" width="179" height="240" alt="LW með hjálm" /></a>

Viljiði virkilegaað ég láti sjá mig svona á götunum<&#39; 

Laufey B Waage, 10.9.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Laufey B Waage

Æ, æ, sorrý, þetta bull hér fyrir ofan átti að vera mynd.

Laufey B Waage, 10.9.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband