Snarþagnaði Kolbrún?!?

Keyrði heimasætuna og kærastann hennar í skólann í morgunn (að vanda). Hlustaði með öðru eyranu á útvarpsfréttirnar í leiðinni. Þegar turtildúfurnar yndisfögru voru farnar úr bílnum, byrjar Kolbrún Halldórsdóttir að tjá sig um frumvarp um nálgunarbann. Ég læt bílinn renna niður Amtmannsstíginn og hlusta af athygli.

En hvað?!? Um leið og ég beygi inn í Lækjargötuna snarþagnar Kolbrún. Ekki nóg með það, heldur neitar bíllinn að beygja til hægri. Sorrý Kolbrún, - það er bara stranglega bannað að taka vinstri beygju frá Amtmannsstígnum og inn á Lækjargötu.

Mér verður svo mikið um, að ég gleymi því sem Ómar Ragnarsson innprentaði landsmönnum réttilega hér um árið; Stýra en ekki stíga (enda gekk ekkert að stýra). Og ég stíg að sjálfsögðu á bremsuna. En bíllinn neitar líka að bremsa.  

Þá loksins kveikti ég á perunni. Bíllinn hafði drepið á sér í brekkunni - og ég var svo upptekinn við að hlusta á þingmanninn, að ég tók ekki eftir neinu.

Ég setti í gang með hraði - og Kolbrún hélt áfram. En ég var í soddan sjokki, að ég veit ekkert hvað henni þótti um nálgunarbannið.

Fór heim og fékk mér gott kaffi til að vakna almennilega.

Njótið dagsins kæru vinir - með athyglina alls staðar í einu, eins og okkur konum er tamt, - séum við á annað borð vaknaðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Held það væri ráðlegt að þú fengir þér kaffið áður en þú ferð af stað á morgnana.

Svo ættu skötuhjúin væntanlega að geta komið sér sjálf í skólann, eru þau ekki komin af leikskólaaldrinum?

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband