Allt mér að þakka, - og kenna.

Inniskór og regndroparVildi bara vekja athygli ykkar á bongóblíðunni sem er brostin á. Glampandi sólskin og allt mér að þakka. Ástæðan? Jú, það rigndi eldi og brennisteini í morgunn þegar ég fór að heiman. - Svo auðvitað fór ég í gúmmístígvélum og regnúlpu. Og þá gerist þetta alltaf. Um leið og ég var komin niðrí bæ, brast á með sól og blíðu. Þvílíkt sem ég þurfti að berjast við skömmustutilfinninguna, þar sem ég leiddi hjólið niður Skólavörðustíg og Bankastræti í glampandi sólskini á skraufaþurri gangstéttinni. Bara að allt þetta fólk á sólkjólum og sandölum vissi að þetta er allt mér að þakka. Ég fórnaði mér fyrir fjöldann, einu sinni sem oftar.

En ég verð líka að viðurkenna það, að stundum í skraufaþurru, stenst ég ekki freistinguna að fara út á inniskónum. Sérstaklega á þessum árstíma, þegar maður er að reyna að láta eins og það sé ennþá sumar. Og þá er jafnan eins og við manninn mælt, - það byrjar að rigna. Ég biðst innilega afsökunar á öllum þeim skiptum.

Nú er ég að velta fyrir mér hvort ég á að þora í berjamó í blíðunni. Þá er eins víst að það byrji aftur að rigna. Tek sjensinn. - Og tek með mér stígvél og úlpu. 

Góða helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hey, ég sem hélt það væri ég sem stjórnaði veðri og vindum. Tek alltaf með mér regnhlíf á 17. júní til að það rigni ekki!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Laufey B Waage

Þetta er nú alveg hætt að vera fyndið. Ég var ekki komin út úr 101, þegar byrjaði að hellirigna. Fékk sms frá Söru, sem sagði að vedur.is lofaði lemjandi rigningu og 8 metrum á sek næstu 24 tímana a.m.k. Mjög skýr óbein skilaboð um að koma mér heim. Held ég leggist upp í sófa og horfi á Morse. Lofa að fara í úlpu og stígvél, ef ég skrepp út á eftir.

Laufey B Waage, 13.9.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Helga Björg

hehe þú ert alveg frábær :) gott að þú stjórar sennilega ekki veðrinu hér hjá mér :) en svona af tillitsemi við aðra vinsamlegast vertu ´´i stígvelonum framvegis :)

Helga Björg, 13.9.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

..og það rigndi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 19:48

5 identicon

Hæ hæ

Takk fyrir síðast og takk fyrir mig - yndislegar móttökur alltaf á Vesturgötunni. Ertu til í að lauma til mín uppskriftinni af þessu dýrindismorgunverðarbrauði?

kveðja úr 400

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:37

6 Smámynd: Laufey B Waage

Takk stelpur. Bið afsökunar á þessu unaðslega haustregni. Lýsi ábyrgð á hendur mér.

Það gleður mitt gamla hjarta Dóra Hlín, að þú skulir kunna að meta móttökurnar hjá tengdamóðurinni.

Þú bara blandar saman í skál 5-7 dl af fínmöluðu spelti, 2 tsk vínsteinslyftidufti og 1,5 tsk af salti. Ég setti líka smá gusu af kúmeni, en þú getur líka sett smá kanil, eða rúsínur. Gerir holu í miðjuna og skellir það í einu eggi og pínu gusu af agave-sýrópi. Hrærir saman með sleif, um leið og þú bætir við slatta af sojamjólk (bara svo þetta verði mátulegt, ekki of blautt). Þá hellirðu tvo (mjóa) hringi af olífu-olíu útá og blandar saman. Þá ertu komin með flott samhangandi deig sem þú bara skellir útá smurða plötu. Ekkert að hnoða eða neitt vesen. Bakað í 40 mín við 160-170 (minna ef þú notar blástur). Verði ykkur að góðu elskurnar.  

Laufey B Waage, 16.9.2008 kl. 09:19

7 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gætirðu ekki skellt þér í sjógallann og út að hjóla seinnipartinn, þá hlýtur að koma sól og blíða í staðin fyrir rigningu og rok sem þeir veðurfræðingar eru búnir að vara okkur við.

Ert það ekki annars þú sem ræður veðrinu?

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 11:52

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 12:31

9 identicon

Æi, mamma. Af hverju ertu að gefa Halldóru uppskrift af speltbrauði? Ill eru örlög mín.

Bjarki (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:34

10 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

HALLdóru who??

Þórdís Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:04

11 Smámynd: Laufey B Waage

Bara húmor hjá drengnum Þórdís: Hún Dóra mín heitir bara Dóra Hlín, ekkert Hall-neitt.

Bjarki minn, örlög þín eru óhemju góð: Þú ert svo heppinn, að þær konur sem elska þig mest, keppast um að elda og baka ofan í þig það hollasta og besta sem völ er á. Því ber að fagna og gleðjast. 

Laufey B Waage, 18.9.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband