22.9.2008 | 11:14
Barnlaus?
Jæja það kom að því. Ég er orðin barnlaus. - Eða þannig. Yngsta barnið mitt varð 18 ára í gær. Sem betur fer hafa börnin mín ekki farið langt - og eiga vonandi aldrei eftir að "slíta stjórnmálasambandi við mig", en lagalega séð eru þau nú öll orðin fullorðin, svo nú á ég bara uppkomin börn, eins og það heitir. Ætti svosem ekki að breyta neinu, en þetta er samt dáldið skrýtin tilfinning. Sérstaklega þar sem ér er búin að eiga börn síðan ég var barn sjálf.
Þarf aðeins að jafna mig á þessu.
Lengi vel sagðist ég eiga 10 börn. Þá bætti ég að sjálfsögðu barnabörnum, tengdabörnum, stjúpbörnum og stjúpbarnabarni við þau 3 börn sem ég hef fætt og alið upp sjálf. Nú er von á nýju barnabarni, auk þess sem heimasætan er komin með kærasta, þannig að bráðum segist ég eiga 14 börn.
Það er miklu betri tilfinning. Ég held mig við hana.
Athugasemdir
Það er frábært að telja alla með, ég geri það líka. Fjölskylda er meira en blóðtengsl, fjölskylda er fyrst og fremst tilfinningaleg samheldni og væntumþykja. Innilega til hamingju með dótturina, og tilvonandi lítið kríli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 11:32
Til hamingju með afmælisbarnið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 11:48
Til hamingju með ammælið Ásbjörg!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 11:55
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.9.2008 kl. 13:52
Takk öll.
Og takk Sara fyrir leiðréttinguna. Ég klaufaðist til að telja okkur gömlu hjónin með. En það verður gaman að eiga 12 börn. Það verður örugglega svona; Jesú-og-lærisveinarnir-tilfinning.
Laufey B Waage, 22.9.2008 kl. 14:05
Sæl frænka,
til hamingju með Ásbjörgu ég á ennþá eitt "barn" Ólafur verður ekki 18 fyrren 28. nóv. En mikið ertu nú lánsöm að eiga allan þennan barna-skara. Minn skari telur 9 manns börn, barnabörn og tengdabörn. Og ég er lánsöm og ánægð með þau öll.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:29
Til hamingju!
Guðrún Markúsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:54
Takk allar.
Já Jóna, síðastlið ár hefur einmitt farið í að slaka á naflastrengnum, aðallega með þeim hætti að skilja stúlkuna eftir eina heima, þegar við hjónin förum í rómantískar ferðir út úr bænum. Kannski að maður útvíkki þessa aðgerð nú þegar hún er orðin fullorðin - og fari í lengri ferðir, bæði í tíma- og landfræðilegum skilningi.
Laufey B Waage, 27.9.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.