Ýsa var það heillin.

Fiskur og kartöflur á diskiEin vinkona mín er 86 ára gömul (nei það er ekki Ása sæta, hún er 91). Hún er ein af þeim sem býður alltaf upp á sætt kex með kaffinu. Lengi vel hafði mér tekist að fá mér ekki, - án þess að eftir væri tekið. En svo kom að því að ég þurfti að afþakka og útskýra. Sagði að ég borðaði ekki sykur.

Hún: Það getur ekki verið, það verða allir að borða einhvern sykur, - daglega.

Ég: Ó nei. (og svo kom minn hefðbundni ræðustúfur) Ég hef ekki borðað sykur síðan í jan."07. Það þarf enginn að borða sykur. Það eru engin næringarefni í sykri, - bara orka. Og maður fær orku úr svo mörgu öðru. T.d. ávöxtum og grænmeti.

Hún: Ég borða aldrei neitt grænmeti. Ekki heldur ávexti.

Ég: Ekki neitt?!?!?

Hún: Ekki neitt. Jú, kartöflur með fiskinum. Ekkert annað. Aldrei.

Ég: Hvernig í ósköpunum ferðu að því að eldast svona vel? Hvað borðarðu?

Hún: Fisk

Ég: Og?

Hún: Bara fisk. Alla daga.

Ég: Borðarðu þá alls konar fisk?

Hún: Ja, oftast soðinn, en stundum steiktan.

Ég: Ég meina alls konar tegundir af fiski.

Hún: Nei nei, alltaf bara ýsu.

Ég: Það er frábært að borða mikið af fiski. Það mættu fleiri gera það. En þú hlýtur að fá þér eitthvað annað svona yfir daginn.

Hún: Mér finnst voðalega gott að fá mér stundum sætt kex með kaffinu. En oftast er það bara moli.

Ég: Og eru allir dagar svona?

Hún: Einstöku sinnum býður dóttir mín mér í mat á sunnudögum. Þá spyr hún hvað ég vilji helst fá í matinn. Og ég segi alltaf; kótilettur.

Ja hérna hér. Var einhver að tala um fjölbreyttni í fæðuvali? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha, frábært

Eftir nokkrar kynslóðir verður kannski komið í ljós að spelt veldur æðahnútum og hrukkum í andliti og allir borða bara ýsu og mola með kaffinu!!!

knús og kveðja suður

Dóra Hlín (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Laufey B Waage

Dóra ég var að taka speltbrauð út úr ofninum og hlakka rosalega til að borða það. Þú lætur mig vita ef og þegar hrukkurnar og æðahnútarnir verða áberandi.

Laufey B Waage, 2.10.2008 kl. 09:57

3 identicon

Sæl og blessuð frænka.

Það er ekki mikið fyrir þessari gömlu konu haft. En ég hef aldrei bakað speltbrauð en borðað það og þykir gott. Og talandi um æðahnúta þá var ég einmitt í æðahnútaaðgerð í gær. Báðir fætur takk fyrir var svolítið lasin í gær en er skárri í dag. Og ég held að í mínu tilfelli sé þetta Akbrautartengt

Eigðu góðan dag sæta

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Algjör dúlla.

Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að lifa á eintómum fiski.  Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ohhh... alltaf fiskur! Þetta er gamall frasi úr Fagraholtinu.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband