28.10.2008 | 09:13
Miðbæjarrembingur.
Skutlaði eiginmanninum í Salaskóla í bítið (bíllinn hans er á verkstæði). Lagði af stað í niðamyrkri, en það var næstum albjart þegar ég kom heim. Keyrði framhjá Smáralindinni og lengst út í buskann.
Ég hélt að Salaskóli væri á mörkum hins byggilega höfuðborgarsvæðis, - en ég ætlaði aldrei að komast af Salaskólaafleggjararnum og út á aðalbraut, vegna umferðar utan úr buskanum. Hvaðan var allt þetta fólk eiginlega að koma? Úr hesthúsinu eða hvað?
Það var miklu miklu meiri umferð á leiðinni til baka. Að sjálfsögðu. Fólk vill ekkert vera þarna lengst úti í buskanum. Það streyma auðvitað allir í átt að miðbænum mínum.
Svo var fólk að furða sig á að ég skyli nenna að keyra til Njarðvíkur tvisvar í viku í mörg ár. Ég fékk þó ferðirnar borgaðar af því þeir eru ekkert að þykjast tilheyra höfuðborgarsvæðinu, eins og þeir sem búa við Elliðavatn.
Það var ágætistónlist í útvarpinu á leiðinni.
Lifið heil.
Athugasemdir
Satt Sara. Ég er fegin að sumir skuli láta sér vel líka að búa á mörkum hins byggilega höfuðborgarsvæðis. Þá er pláss fyrir mig á besta stað í heimi.
Laufey B Waage, 28.10.2008 kl. 14:17
Hahahaha, góð. Skrifað af sönnum Vesturbæingi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 11:06
Hmmm... hefðirðu keyrt örlítið lengra hefðirðu kannski séð húsið mitt. Ég á nefnilega heima á heiðinni fyrir ofan Salaskóla. Og líkar það bara ljómandi, fjarri miðbæjarrottum og rónum og svo er stutt út úr bænum en þangað fer ég oftar heldur en niður í bæ.
Heiðagæsin!
Þórdís Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 18:19
Ég beið bara eftir viðbrögðum frá Fjallakór.
Laufey B Waage, 30.10.2008 kl. 09:32
Heyra í ykkur. Þetta er eins og að rífast um það hvort sé betra, kúkur eða skítur. Lífið fer ekki að skána fyrr en komið er norður fyrir Borgarfjörðinn.
Bjarki (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:25
"Það er gott að búa í Kópavogi" sagði bæjarstjórinn! Það hlýtur að vera satt, er ekki allt satt sem hann segir?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.