Símasamband.

Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem úr sundi, er að kíkja á farsímann, til að athuga hverjir séu nú komnir á barm taugaáfalls yfir því að hafa ekki náð sambandi við mig á meðan ég lá í makindum í heita pottinum. Þegar engin "missed calls" eru á skjánum, stend ég ég við skápinn, nakin með blautt hárið - og tauta með sjálfsvorkunnartóni: Ég á enga vini Errm.

"Ekki ég heldur" tauta þá dæturnar í sama tóni. Og smá stund látum við eins og "vinaleysið" hafi ekkert með það að gera, að þeir sem oftast hringja í okkur séu allir saman komnir í sundi (við sjálfar ásamt karlkyninu í næsta klefa).

Í fyrrakvöld bauð eiginmaðurinn mér í villibráðarhlaðborð í Perlunni, þriðja haustið í röð. Mikið ofboðslega sem hann er annars góður þessi maður minn. Hann veit sem er, að ég yrði ekki glaðari þótt hann biði mér í heimsreisu. Ég hreinlega elska vel eldaða villibráð í rómantísku umhverfi InLove.

Nema hvað: Meðan eiginmaðurinn bregður sér afsíðis, dettur mér í hug að kíkja á símann, svona til að athuga hvað klukkan er. Hvað!! - ekkert samband. Þetta hlýtur að vera út af nálægðinni við flugvöllinn, -  hugsa ég. Farsímar trufla flugvélar í flugtaki og lendingu. Ég hef samt aldrei vitað til að það væri ekki samband við flugvöllinn. Þetta hlýtur að vera eitthvað nýtt Woundering

Ég var rétt að byrja þessar "greindarlegu" pælingar, þegar minn heittelskaði kom af salerninu - og rómantíkinn hélt áfram. Við fengum okkur eftirrétt.

Það var ótrúlega langt liðið á morgunn (í gær), þegar ég leit á símann og sá að það var enn ekkert samband. Nú, - þetta hafði þá ekkert með flugvöllinn að gera Blush.

Láttu mig fá símann, - sagði eiginmaðurinn. Tók út batterí og símakort - blés á það og pússaði, eins og hvern annan spegil. Setti saman aftur, - og abrakadabra - mín komin í samband við umheiminn á ný. Eins gott að hann var heima í vetrarfríi. Annars hefði ég gert mig að fífli með því að hringja í Vondafón og kvarta undan bilun.

Góða helgi elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 10:08

2 identicon

Ef það þyrfti að slökkva á farsímasendum við flugvelli, þá fyrst væri komin einhver almennileg ástæða fyrir því að færa Reykjavíkurflugvöll út í buskann. En sem betur fer eru þessar áhyggjur hennar mömmu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Ég skal reyna að vera duglegri að hringja meðan þú ert í sundi.

Bjarki (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:10

3 identicon

Ég skal láta þig vita, Bjarki, næst þegar við mamma förum í sund

Berglind (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:10

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.11.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband