Afmælistöfrar.

Töframaður 20.11Ömmudrengurinn átti merkisafmæli í gær. Fyllti fyrsta tuginn. Eitthvað hlýtur það að segja um mig, að ég skuli eiga 10 ára gamalt ömmubarn, - eða hvað?

Viljandi mætti amman hálftíma áður en fjölskyldan átti að mæta. Henni fannst nauðsynlegt að ná a.m.k. seinasta hálftímanum af bekkjarpartýinu.

Hún var nefnilega með dáldið merkilega afmælisgjöf í farteskinu: Ekkert sem maður pakkar inn og setur slaufu utan á. - Heldur sprelllifandi alvöru töframann.

Sá vakti heldur betur lukku. - Enda er maðurinn algjör snillingur í sínu fagi. Allur bekkurinn komst í aðstoðarmannshlutverkið, - og nokkrir líka úr fjölskyldunni, sem tíndust inn á meðan töfrabrögðin voru framin. 

Hlátur 20.11Skemmtunin stóð lengur en ég hélt, - eða í rúman klukkutíma. Bekkjarpartýið og fjölskylduboðið sköruðust þar af leiðandi, - og allir skemmtu sér konunglega. Eins gott að stofan er stór í Skaftahlíðinni.

Að lokum: Áfram Ísafjörður!! (þeir keppa við Grindvíkinga í Útsvari í kvöld. - Ekki svona sár Þórunn mín). 

Góða helgi gott fólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laufey mín, við skulum bara spyrja að leikslokum  Það er nefnileg þannig að betra liðið vinnur alltaf. Ég er svo þræl vön í þessum keppnisbransa að það bítur ekkert á mig. Það er einna helst ef að drengirnir mínir eru að keppa og tapa, þá er ég stundum ómöguleg, en það er bara fyrir þeirra hönd sko !"!!

Annars virðist það vera ættgengt ( Akbrautar-tengt ) þessi afmælisgleði. Mér finnst þetta frábær afmælisgjöf til drengsins. Ég hef svo gaman af öllu veisluhaldi held alltaf uppá öll afmæli. Meira að segja afmæli foreldra minna sem eru ekki lengur meðal okkar, því miður.+

Góða helgi sæta.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur aldeilis sett punktinn yfir afmælið Laufey mín.  Auðvitað sló þetta í gegn hjá tíu ára kút.  Til hamingju með hann.   Fylgdist ekki með útsvari

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Missti af útsvari en náði töframanninum í afmælinu.

Heyrði m.a. þetta komment frá afmælisbarninu: "Þetta er svo besta afmælið EVER!"

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 22.11.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alveg hlýtur þú að vera dýrindisamma.  Heil töframaður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með ömmustrák!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband