30.12.2008 | 21:08
Jólarapport.
Aðfangadagur: Skaftahlíðarslektið og stjúpsynirnir komu í jólagraut (rice á l'amande á fínu máli) í hádeginu. Tveir aðalréttir (rjúpa og hamborgarahryggur) fyrir okkur þrjú um kvöldið. Eftir matinn fékk ég smá snert af mínum árlega ótta um að nú mundi það kannski gerast í fyrsta sinn á æfinni; að ég fengi öngva bók í jólagjöf. Óttinn reyndist ástæðulaus að vanda. Ég fékk tvær. Er komin vel á veg með þá fyrri; Petite Anglaise. Hún er góð.
Jóladagur: Árlegt hangikjöts- og spilaboð hjá mömmu. Einstaklega vel heppnað.
Annar í jólum: Nýja vestfirska kvótaspilið í Skaftahlíðinni. Mjög skemmtilegt.
Þriðji í jólum: Bræður eiginmannsins og þeirra frír mættu í kvöldmat í rauða húsið við hafið. Gott kvöld.
Fjórði í jólum: Mamma mætti í hádegissúpu, spil (sjá mynd) og kirkjugarðsferð.
Fimmti í jólum: Hjólaði upp í Tryggingastofnun með tveggja ára samsafn af lækna og tannlæknareikningum. Þetta er stórafrek!! í hvert sinn sem ég geri það, - alltaf mjög ofarlega á frestunarlistanum (mætti halda að ég kærði mig ekki um endurgreiðslu). Stjúpsynirnir mættu á staðinn, - verða fram yfir áramót.
Sjötti í jólum: Búin að sitja allan daginn við tölvuna og eyða myndum. Ótrúleg Kleppsvinna. Það er eins og ég hafi aldrei kveikt á myndavélinni fyrir minna en 75 myndir af því sama. Og gert það vægast sagt ansi oft. Tölvan orðin gott betur en yfirfull. Svo þarf ég að eyða öllum þessum myndum aftur og aftur, - þær virðast hafa save-ast í mörgum back-up-möppum. Svo er eins og það sé endalaus biðlisti af myndum sem bíða eftir plássi - og mæta á staðinn þegar ég held að ég sé komin niður í ásættanlegan fjölda. Ég þori varla að segja það (ég er hrædd um að mínir nánustu hoppi hæð sína af kæti); - en ég held að nú verði gert gott hlé á ljósmyndunaræði mínu, - sem staðið hefur í ca. 3 ár.
Njótið áramótanna og lifið heil.
Athugasemdir
Takk Sara. Það var ekki bara gærdagurinn sem fór í þetta, heldur allt of margir dagar þar á undan. Ég var gráti nær af svekkelsi í nótt þegar ég fór að sofa, eftir að hafa loksins ákveðið að gefast upp. Ég þigg þína hjálp með þökkum
Laufey B Waage, 31.12.2008 kl. 11:15
Nei, nei, mamma mín. Þú þarft ekkert að hætta að taka myndir af okkur. En ef þú minnkar það bara niður í smá, stundum, í staðinn fyrir mikið, oft, þá sýnist mér að allir græði . Ástar- og saknaðarkveðjur frá Skaftahlíðarpakkinu.
Berglind (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:18
Ég held að myndin sem fylgi með blogginu hafi verið tekin með skilyrðinu: Þú mátt ekki setja þessa í blogg, ég er nývöknuð og lasin.
En allt í góðu, ég er alveg nógu fín.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.